Messa

Í messu á sunnudaginn kemur, þann 21. apríl kl. 11:00, mun Kór Víðistaðasóknar syngja undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar og sóknarprestur þjóna. Sjá nánar.

Guðsþjónusta með jazzívafi

Á sunnudaginn kemur, þann 14. apríl kl. 11:00, verður útvarpað frá guðsþjónustunni í kirkjunni. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir héraðsprestur prédikar og Kór Víðistaðasóknar syngur með Jazztríói organistans Árna Heiðars Karlssonar. Sjá nánar

Hátíðarguðsþjónusta

Að venju þá verður messað árla að páskadagsmorgni eða kl. 08:00. Kór Víðistaðakirkju syngur undir stjórn Sólveigar Önnu Aradóttur. Boðið verður upp á veitingar í safnaðarsal kirkjunnar að messu lokinni, sem kirkjukórinn hefur veg og vanda að. Sjá nánar…

Kristjana Stefánsdóttir á hádegistónleikum

Á föstudaginn kemur verða hádegistónleikar kl. 12:00 í kirkjunni. Þá munu Kristjana Stefánsdóttir söngkona og Árni Heiðar Karlsson organisti kirkjunnar flytja bandarísk sönglög. Aðgangseyrir á tónleikana er kr. 1.500,-. Boðið verður upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu eftir tónleika.

Kristjana hefur verið leiðandi söngkona í íslenskri jazztónlist um árabil.  Vorið 2000 lauk hún með láði námi í jazzsöng frá Konunglega Listaháskólanum í Haag í Hollandi.  Fyrsta geislaplata hennar “Ég verð heima um jólin” kom út árið 1996 (endurútgefin 2006). Á þeirri plötu eru engir ómerkari gestasöngvarar en Páll Óskar Hjálmtýsson og Emilíana Torrini.  Síðan þá hefur hún hljóðritað fjölda platna í eigin nafni. Hún syngur reglulega með Stórsveit Reykjavíkur og hefur unnið m.a. með stjórnendunum Daniel Nolgard og Ole Kock Hansen. Kristjana hefur nokkrum sinnum verið tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir plötur sínar. Hún  hefur haldið tónleika víða, m.a. í Evrópu, Japan og Bandaríkjunum. Kristjana hefur í seinni tíð unnið meira með frumsamda tónlist og útsetningar auk þess að starfa við upptökustjórn á söng með vinsælustu söngvurum þjóðarinnar. Kristjana farið víða í listsköpun sinni og starfað sem tónlistarstjóri í leikhúsi, tónskáld og ljáð trúðnum Bellu líf í Borgarleikhúsinu í Reykjavík. Hún hefur haldið tónleika víða, m.a. í Japan, Bandaríkjunum og víða um Evrópu.  Kristjana hlaut hin íslensku Grímuverðlaun fyrir Jésús litla, sýningu ársins og handrit ársins 2009, auk þess að vera tilnefnd fyrir tónlist sína í verkinu og sem söngvari ársins.  Kristjana býr og starfar í Reykjavík.

Fjölskylduhátíð

Á sunnudaginn kemur verður fjölskylduhátíð í kirkjunni. Stúlknakórinn syngur undir stjórn Áslaugar Bergsteinsdóttur. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir héraðsprestur þjónar. Sjá nánar…