Fermingarskráning 2023-2024
Skráning er hafin í fermingu vorið 2024 – og þá um leið fermingarstarfið sem fram fer næsta vetur 2023-2024. Fermingardagar vorið 2024 eru sunnudagurinn 17. mars, pálmasunnudagur 24. mars og skírdagur 28. mars. Hægt er að skrá sig hér.
Helgihald um jól og áramót
Eftir þriggjá ára hlé verður nú aftur hægt að bjóða upp á hefðbundið helgihald um hátíðirnar. Það er aftansöngur kl. 17:00 á aðfangadag, hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00 á jóladag og hátíðarhelgistund á gamlársdag kl. 17:00. Auk söngs kirkjukórs undir stjórn Scveins Arnars organista þá munu koma fram söngvararnir Þór Breiðfjörð og Sólveig Sigurðardóttir og básúnuleikarinn Ingibjörg Guðlaugsdóttir. Nánar hér.
Vetrardagar í Víðistaðakirkju
Vetrardagar í Víðistaðakirkju hefjast 29. október næstkomandi og standa yfir til 6. nóvember. Fjöbreytt dagskrá:
Kyrrðarbænastundir
Í október hefjast kyrrðarbænastundir í kirkjunni og verða þær á miðvikudögum kl. 17:30. Um er að ræða samstarfsverkefni Víðistaðakirkju og Hafnarfjarðarkirkju. Umsjón hafa Bergþóra Baldursdóttir og Bylgja Dís Gunnarsdóttir.
Kyrrðarbæn er afar einföld iðkun sem fer fram í þögn og gengur út á að hvíla í nærveru Guðs og samþykkja verk heilags anda innra með okkur.
Þótt aðferðin sé einföld hefur hún umbreytandi áhrif á iðkandann með auknum andlegum þroska sem leiðir m.a. til aukinnar sjálfsþekkingar og dýpra sambands við Guð og menn.
Verið hjartanlega velkomin á kyrrðarbænastundir, samfélag um bæn og íhugun.
Vinir í Víðistaðakirkju
„Vinir í Víðistaðakirkju” er yfirskrift barnastarfs fyrir krakka í 1. – 6. bekk.
Þar verður m.a. boðið upp á kórsöng, hljóðfæraleik, leiklist, föndur og leiki.
Skipt verður upp í hópa og unnið eftir því sem andinn blæs í brjóst í hverju sinni
Umsjón með starfinu hafa Benni Sig og Sveinn Arnar.
Rafræn skráning hér en einnig er hægt að senda póst á vidistadakirkja77@gmail.com
Sumarkirkjan
Sumarkirkjan er samstarfsverkefni kirknanna í Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi um guðsþjónustuhald í júní, júlí og ágúst í Garðakirkju. Sumarmessur í Garðakirkju verða því á hverjum sunnudegi í sumar kl. 11:00 – og eftir messu hverju sinni verður boðið upp á messukaffi og ýmiss konar viðburði í hlöðunni á Króki. Sjá nánar Sumarmessur í Garðakirkju á FB.
Græn kirkja
Þriðjudaginn 26. apríl kom sr. Axel Árnason í heimsókn til okkar í Víðistaðakirkju. Kom hann frá umhverfisnefnd Þjóðkirkjunnar og var erindið að færa okkur staðfestingarskjal þess efnis að Víðistaðakirkja væri nú orðin græn kirkja – undir yfirskriftinni „Græni söfnuðurinn okkar”. Víðistaðakirkja er þá komin í hóp u.þ.b. 20 kirkna sem hafa uppfyllt þau skilyrði sem þarf til að teljast grænn söfnuður. Þetta er sannarlega góður áfangi og hvetjandi í áframhaldandi vinnu að umhverfismálum innan safnaðarins.
Fermingarskráning 2023
Skráning í fermingarfræðslu næsta vetur og í fermingu vorið 2023 er hafin í Víðistaðakirkju. Hægt er að skrá sig rafrænt hér.