2015.9912b

Helgihald um jól og áramót

Eftir þriggjá ára hlé verður nú aftur hægt að bjóða upp á hefðbundið helgihald um hátíðirnar. Það er aftansöngur kl. 17:00 á aðfangadag, hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00 á jóladag og hátíðarhelgistund á gamlársdag kl. 17:00. Auk söngs kirkjukórs undir stjórn Scveins Arnars organista þá munu koma fram söngvararnir Þór Breiðfjörð og Sólveig Sigurðardóttir og básúnuleikarinn Ingibjörg Guðlaugsdóttir. Nánar hér.

Kyrrðarbæn.v2

Kyrrðarbænastundir

Í október hefjast kyrrðarbænastundir í kirkjunni og verða þær á miðvikudögum kl. 17:30. Um er að ræða samstarfsverkefni Víðistaðakirkju og Hafnarfjarðarkirkju. Umsjón hafa Bergþóra Baldursdóttir og Bylgja Dís Gunnarsdóttir.

Kyrrðarbæn er afar einföld iðkun sem fer fram í þögn og gengur út á að hvíla í nærveru Guðs og samþykkja verk heilags anda innra með okkur.

Þótt aðferðin sé einföld hefur hún umbreytandi áhrif á iðkandann með auknum andlegum þroska sem leiðir m.a. til aukinnar sjálfsþekkingar og dýpra sambands við Guð og menn.

Verið hjartanlega velkomin á kyrrðarbænastundir, samfélag um bæn og íhugun.

305913605_8145844422123044_1737434517606916699_n

Vinir í Víðistaðakirkju

„Vinir í Víðistaðakirkju” er yfirskrift barnastarfs fyrir krakka í 1. – 6. bekk.

Þar verður m.a. boðið upp á kórsöng, hljóðfæraleik, leiklist, föndur og leiki.

Skipt verður upp í hópa og unnið eftir því sem andinn blæs í brjóst í hverju sinni 🙂

Umsjón með starfinu hafa Benni Sig og Sveinn Arnar.

Rafræn skráning hér en einnig er hægt að senda póst á vidistadakirkja77@gmail.com

20220426_114402

Græn kirkja

Þriðjudaginn 26. apríl kom sr. Axel Árnason í heimsókn til okkar í Víðistaðakirkju. Kom hann frá umhverfisnefnd Þjóðkirkjunnar og var erindið að færa okkur staðfestingarskjal þess efnis að Víðistaðakirkja væri nú orðin græn kirkja – undir yfirskriftinni „Græni söfnuðurinn okkar”. Víðistaðakirkja er þá komin í hóp u.þ.b. 20 kirkna sem hafa uppfyllt þau skilyrði sem þarf til að teljast grænn söfnuður. Þetta er sannarlega góður áfangi og hvetjandi í áframhaldandi vinnu að umhverfismálum innan safnaðarins.