Banner-650x450

Heimasíðan Útför í kirkju

Síðastliðinn sunnudag 1. nóvember á allra heilagra messu var opnuð á vegum Kjalarnessprófastsdæmis heimasíðan Útför í kirkju (www.utforikirkju.is) sem unnið hefur verið að síðastliðið ár í samstarfi við fjölmarga aðila, m.a. presta, djákna og organista prófastsdæmsins.

Á heimasíðunni er að finna upplýsingar um flest sem viðkemur útför í kirkju og þjónustu kirkjunnar. Yfirlit yfir hvað þarf að huga að í undirbúningi útfarar ásamt umfjöllun um hvað er útför, tilgang sálma og tónlistar, börn og útför, sálgæslu kirkjunnar og hvar er hægt að sækja sér styrk og aðstoð. Efninu er ætlað að auðvelda fólki undirbúning útfarar og fræða um útfararsiði kirkjunnar. Það er von okkar að þetta framtak megi verða fólki til leiðsagnar og gagns á viðkvæmum tímum.

Víð.k.okt.2020.1600

Takmarkanir starfs

Takmarkanir á starfi kirkjunnar í ljósi sóttvarnareglna vegna Covid-19 eru sem hér segir og byggja á tilmælum biskups sem gilda til a.m.k. 12. jan. nk.

Allt starf þar sem fólk safnast saman fellur niður eins og guðsþjónustur og verður því ekkert opið helgihald í kirkjunni um jól og áramót. Hvað aðrar athafnir varðar þá gilda þessar reglur:

  • Hjónavígslur eru heimilar innan 10 marka hámarksfjölda og almennra sóttvarnareglna.
  • Skírnir lúta sömu reglum og hjónavígslurnar.
  • Heimild er fyrir 50 manns í útförum.

j0440912

Foreldramorgnar

Fimmtudaginn 1. október hefjast foreldramorgnar í safnaðarheimili kirkjunnar í umsjá Margrétar Lilju kirkjuvarðar. Verða stundirnar svo á milli kl. 10:00 og 12:00 hvern fimmtudag. Upplagt tækifæri fyrir heimavinnandi foreldra með lítil börn til að hittast og eiga skemmtilega og notalega samverustund. Verið velkomin!

Altari

Fermingar

Fermingarathafnir sem vera áttu í mars og spríl sl. en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins, verða næstu 2 sunnudaga 30. ágúst og 6. september – 2 athafnir hvorn dag kl. 10:00 og 11:30. Vegna fjöldatakmarkana verða þær einungis opnar fjölskyldum fermingarbarnanna.

90150536_3032115203518634_1822822779423031296_o

Sumarkirkjan

Sumarkirkjan er samstarfsverkefni kirkna í Hafnarfirði og Garðabæ: Víðistaðakirkju, Hafnarfjarðarkirkju, Ástjarnarkirkju, Fríkirkjunnar í Hafnarfirði, Vídalínskirkju og Bessastaðakirkju. Undir heiti Sumarkirkjunnar verður boðið upp á sameiginlegar guðsþjónustur í Garðakirkju á Álftanesi alla sunnudaga í júní, júlí og ágúst kl. 11:00 – og koma þær í stað helgihalds í fyrrnefndum kirkjum nema í sérstökum tilvikum. Eftir messur verður boðið upp á kaffisamveru í hlöðunni á Króki.

102829146_4058968727477321_5157734730078093312_n

Síðasti séns

Blómasala Systrafélagsins hefur gengið mjög vel en henni lýkur á morgun 5. júní. Það er því síðasti séns að ná sér í falleg sumarblóm 🌼🌸🌺 Og nú í dag er einmitt veðrið til þess að mæta á planið við Víðistakirkju, kaupa blóm og fegra garðinn 🙂

Ferming

Fermingum frestað

Vegna sakomubanns næstu 4 vikur verður fyrirhuguðum fermingarathöfnum 29. mars, 5. apríl og 9. apríl frestað til hausts. Fermt verður 30. ágúst og 6. september og hefjast athafnirnar kl. 10:30. Tekið skal skýrt fram að allir fá að fermast á þeim degi sem valinn er.