341644871_221083223855966_6300804340688274357_n

Söngvahátíð barnakóra

Á Sumardaginn fyrsta 20. apríl kl. 13.00 syngja barna- og unglingakórar við 7 kirkjur fjörug sálma-, vor- og sumarlög í Víðistaðakirkju . Alls eru þetta um 100 söngfuglar! Stjórnendur kóranna og Kjartan Valdimarsson jazzpíanóleikari verða við stjórnvölinn. Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar skipuleggur þennan árlega viðburð. Aðgangur er ókeypis

2012.3189

Sunnudagurinn 16. apríl

Sunnudagaskóli kl. 10:00. Fjölbreytt og skemmtileg stund í umsjá Dísu og Benna.
Guðþjónusta kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Kristínar Jóhannesdóttur og sr. Sjöfn Jóhannesdóttir þjónar með aðstoð messuþjóna kirkjunnar. Kaffisopi í safnaðarsal á eftir.

Verið velkomin!

images

Páskadagur 9. apríl

Hátíðarguðsþjónusta á páskadagsmorgun kl. 9:30. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars organista og Ásdís Birta Guðnadóttir leikur á klarinett. Sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna kirkjunnar. Veitingar í safnaðarheimilinu að messu lokinni.

Verið velkomin!

Mottumessa

Mottumessa 19. mars

Mottumessa kl. 17:00 sunnudaginn 19. mars. Karlakórinn Þrestir syngur undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar. Ásgeir R. Helgason sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu flytur erindi og Ómar Ívarsson geðlæknir segir frá reynslu sinni af því að greinast með krabbamein. Sr. Bragi þjónar með aðstoð messuþjóna kirkjunnar. Kaffihressing í safnaðarheimilinu eftir guðsþjónustu.

Verið velkomin!

Karlakórinn Þrestir
Ásgeir R. Helgason, dósent í sálfræði og sérfræðingur í fræðslu og forvörnum hjá Krabbameinsfélaginu.