- Sunnudagaskóli kl. 10:00 í umsjá Benna og Dísu. Fjölbreytt og skemmtileg stund fyrir börn á öllum aldri.
- Fjölskylduhátíð kl. 11:00. Nú æfum við og syngjum jólasálma saman og leiða félagar úr Kór Víðistaðasóknar sönginn undir stjórn Sveins Arnars organista. Sr. Bragi sóknarprestur leiðir stundina. Stekkjastaur kemur í heimsókn. Kaffi, djús og smákökur í safnaðarsal að athöfn lokinni.
2. sd. í aðventu 4. des.
Sunnudagaskóli kl. 10:00. Fjölbreytt og skemmtileg stund í umsjá Benna og Dísu. Djús og kex í safnaðarsalnum á eftir.
Guðþjónusta kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars organista og sóknarprestur þjónar. Ný sálmabók verður tekin formlega í notkun og einnig verður tekið á móti friðarloga skáta. Hressing í safnaðarsal að athöfn lokinni.
Verið velkomin!
Aðventuhátíð
Aðventuhátíð Víðistaðakirkju 1. sunnudag í aðventu 27. nóv. kl. 17:00. Örn Árnason leikari flytur hugvekju og syngur jólalög ásamt Kirkjukór Víðistaðasóknar og Barnakór Víðistaðakirkju undir stjórn Sveins Arnars organista og sóknarprestur leiðir stundina.
Kaffisala Kirkjukórsins verður í safnaðarsalnum að dagskrá lokinni gegn vægu gjaldi. Enginn posi er á staðnum.
Verið velkomin!
Sunnudagaskóli
Sunnudagaskóli 1. sunnudag í aðventu 27. nóv. kl. 10:00 í umsjá Benna og Dísu. Fjölbreytt, fjörug og fræðandi stund fyrir börn á öllum aldri. Hressing í safnaðarsalnum eftir stundina. Verið velkomin!
Sunnudagur 20. nóvember
Sunnudagaskóli kl. 10:00 í umsjá Dísu og Benna. Fjölbreytt og skemmtileg stund fyrir börn á öllum aldri. Föndur og hressing í safnaðarsal á eftir.
Tónlistarguðsþjónusta kl. 11:00. Gaflarakórinn syngur undir stjórn Kristjönu Þ. Ásgeirsdóttur og sr. Sighvatur Karlsson þjónar með aðstoð messuþjóna kirkjunnar. Hressing í safnaðarsalnum að guðsþjónustu lokinni.
Verið velkomin!
Sunnudagurinn 13. nóv.
Sunnudagaskóli kl. 10:00 í umsjá Benna og Dísu. Skemmtileg stund fyrir börn á öllum aldri.
Fjölskylduhátíð kl. 11:00. Þá sjá þau Benni og Dísa um tónlistarflutning og sr. Bragi leiðir stundina. Hressing í safnaðarheimilinu á eftir.
Verið velkomin!
Allra heilagra messa 6. nóv.
Sunnudagaskóli kl. 10:00. Fjölbreytt, fjörug og fræðandi stund fyrir börn á öllum aldri, í umsjá Dísu og Benna.
Guðsþjónusta kl. 11:00 á allra heilagra messu. Látinna minnst. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organista og Gunnlaugur Bjarnason barítón syngur einsöng. Sr. Bragi J. Ingibergsson sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna kirkjunnar. Vöfflukaffi í safnaðarsal að guðsþjónustu lokinni.
„Bara Benny“ – Tónleikar
Fimmtudaginn 3. nóv. kl. 20:00 verða tónleikar í kirkjunni með kórtónlist, þjóðlagatónlist og dægurtónlist eftir Benny Andersson. Flytjendur eru Kór Víðistaðasóknar, Kór Seljakirkju, Barbörukórinn, Benedikt Sigurðsson og Jóhanna Vigdís Arnardóttir ásamt hljómsveit hússins. Aðgangseyrir er kr. 3.500,-. Miðasala á tix.is og við innganginn.
Orgelandakt og kyrrðarstund
Miðvikudaginn 2. nóv. kl. 12:00 leikur Sveinn Arnar organisti valin orgelverk fyrir kyrrðarstund sem hefst kl. 12:15. Súpa og brauð í safnaðarsal á eftir þar sem einnig verður boðið upp á söngstund við harmoníkuleik Benna Sig. Verið velkomin!
Sunnudagur 30. október
Sunnudagaskóli kl. 10:00. Fjölbreytt og fjörug stund fyrir börn á öllum aldri í umsjá Benna og Dísu. Hressing í safnaðarsal á eftir.
Tónlistarguðsþjónusta kl. 11:00. Kórfélagarnir Aðalsteinn Guðlaugsson og Sigrún Dóra Jóhannsdóttir syngja við undirleik Sóknarbandsins. Léttar veitingar í safnaðarsal að messu lokinni. Verið velkomin!