312058779_5576957649091381_1181007971075585199_n

Kyrrðarbænanámskeið

Kyrrðarbænasamtökin á Íslandi og Víðistaðakirkja bjóða upp á námskeið um Kyrrðarbæn laugardaginn 29. október 2022 kl. 10-15 í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði.
Kyrrðarbæn er íhugunaraðferð úr kristinni hefð sem hefur verið stunduð í einhverri mynd alveg frá frumkristni. Á námskeiðinu verður fjallað um þessa íhugunaraðferð, hún kennd og iðkuð.
Kyrrðarbæn er afar einföld iðkun sem fer fram í þögn og gengur út á að hvíla í nærveru Guðs og samþykkja verk heilags anda innra með okkur. Þótt aðferðin sé einföld hefur hún umbreytandi áhrif á iðkandann með auknum andlegum þroska sem leiðir m.a. til aukinnar sjálfsþekkingar og dýpra sambands við Guð og menn.
Kennarar námskeiðsins eru Arna Harðardóttir og Bergþóra Baldursdóttir ásamt Bylgju Dís Gunnarsdóttur mentori þeirra. Þær eru með kennsluréttindi í Kyrrðarbæn og hafa ástundað hana um árabil.
Skráning: https://kyrrdarbaen.skramur.is/input.php?id=7
Verð: 4.000 kr. Innifalið er léttur hádegismatur og námsgögn.
Vinsamlegast greiðið þátttökugjald inn á eftirfarandi reikning:
Bn. 0114-26-1513
Kt. 450613-1500
Skýring: Kyrrðarbænanámskeið
Ef spurningar vakna má senda tölvupóst á kyrrdarbaen@kyrrdarbaen.is.

04

Sunnudagur 16. október

Sunnudagskóli kl. 11 í umsjá Dísu og Benna

Bleik messa kl. 17.
Sr. Stefán Már Gunnlaugsson héraðsprestur þjónar fyrir altari og Hanna Björk Guðjónsdóttir söngkona, flytur hugleiðingu. Hanna Björk syngur einnig einsöng og konur úr Kór Víðstaðasóknar syngja undir stjórn Sveins Arnars organista.

Verið velkomin!

Víðist.kirkja01

Messa

messa sunnudaginn 2. október kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars organista og Hildigunnur Einarsdóttir mezzósópran syngur einsöng við undirleik Guðrúnar Dalíu Salómonsdóttur píanóleikara. Sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna kirkjunnar. Kaffihressing á eftir. Verið velkomin!