Kirkjuferð Frímúrara
Drengjakór Hamars syngur undir stjórn Sigurðar Halls Stefánssonar. Ívar Helgason syngur einsöng.
Organisti er Helga Þórdís Guðmundsdóttir.
Prédikun: Jakob Kristjánsson.
Prestar verða Sr. Halldór Reynisson og Sr. Bragi J. Ingibergsson
Allir velkomnir!
Æskulýðsmessa sunnudaginn 1. Mars kl. 11:00
Regína Ósk og barnakór kirkjunnar flytja tónlist undir stjórn Helgu Þórdísar.
Krakkarnir í barna- og æskulýðsstarfinu verða í aðalhlutverki.
Sr. Halldór Reynisson leiðir stundina. Allir velkomnir. Kaffi og djús á eftir.
Systramessa á konudag sunnudaginn 22. febrúar kl. 11:00
Systrafélag Víðistaðakirkju aðstoðar við guðsþjónustuna.
Kvennakór Hafnarfjarðar syngur undir stjórn Ernu Guðmundsdóttur.
Siggi og co. sjá um sunnudagaskólann.
Allir velkomnir, kaffi og pönnkökur á eftir.
„Hláturmessa“ á sunnudaginn 15. feb. kl. 11:00
Fjallað verður um gleðina sem Guðsgjöf.
Sérstakur gestur: Ómar Ragnarsson.
Félagar úr kór Víðistaðakirkju syngja undir stjórn Helgu Þórdísar.
Sr. Halldór leiðir stundina og Siggi og María sjá um sunnudagaskólann
Mikið fjör – mikið gaman. Molasopi á eftir.
Fjölskyldustund sunnudaginn 1. feb. kl. 11:00
Nemendur úr Skólahljómsveit Víðistaðaskóla leika á hljóðfæri undir stjórn Vigdísar Klöru Aradóttur. Ólafur Stefánsson handboltahetja kemur í heimsókn og spjallar um “leikinn”. Organisti er Helga Þórdís og sr. Halldór Reynisson leiðir stundina ásamt Maríu Gunnarsdóttur úr sunnudagaskólastarfinu. Allir eru hjartanlega velkomnir. Kaffi og djús í boði á eftir.