6-9

6-9 ára Barnastarf Víðistaðakirkju

6-96-9 ára barnastarf í Víðistaðakirkju er á miðvikudögum frá kl.15.00 – 16.00 og þá er líf og fjör í kirkjunni. Það verður farið í leiki, sungið, föndrað, perlað, spilað og haldið diskótek. Það verður teboð og bjóðum við bangsum og öðrum tuskudýrum í náttfatapartí.

Við viljum biðja foreldra/forráðamenn að skrá börn sín formlega í starfið með því að senda epóst á mariagunn@gmail.com. Þetta er gert til þess að gæta

krakkar kirkja

Sunnudaginn 5. oktober er guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11:00

krakkar kirkjaVið söfnumst saman á sunnudaginn og eigum gott samfélag í sunnudagaskólanum og guðsþjónustunni.   Barn verður borið til skírnar.    Félagar úr Kór Víðistaðasóknar syngja undir stjórn Helgu organista.   Siggi og María sjá um sunnudagaskólann og Halldór þjónar sem prestur.    Svo er molasopi og djús á eftir.         Allir velkomnir.

kirkja

Guðsþjónusta og sunnudgaskóli á sunnudag kl. 11:00

kirkjaVið höldum inn í haustið…

Nú er allt að fara í fullan gang í kirkjustarfinu í Víðistaðakirkju þetta haustið og nýlega voru hér hressir krakkar á fermingarnámskeiði. Fastir liðir verða á sínum stað í safnaðarstarfinu en um leið munum við brydda upp á ýmsu nýju.

Á sunnudaginn 7. september byrjum við með sunnudagaskólann kl. 11 – mikið fjör, mikið gaman.

Á sama tíma eða kl. 11 er líka fyrsta guðsþjónusta haustsins, sr. Halldór Reynisson þjónar, en hann mun leysa sr. Braga af í vetur. Félagar úr kór kirkjunnar leiða svo sönginn undir stjórn Helgu Þórdísar organista en á eftir bjóðum við upp á molasopa.

Verið öll velkomin og takið börnin með, afa og ömmu líka!