Skráning fyrir fermingar 2015

Skráning er hafin fyrir fermingar vorið 2015. Sent hefur verið bréf í hefðbundnum pósti til allra barna í Víðistaðasókn sem fædd eru árið 2001 – óháð trúfélagsaðild – til kynningar á fermingarstarfi Víðistaðakirkju. Með bréfinu fylgir skráningarblað sem foreldrar þeirra barna sem hyggjast fermast í kirkjunni að ári eru beðnir um að fylla út og koma til skila sem fyrst. tekið verður á móti skráningum eftir guðsþjónustu á sunnudaginn kemur 25. maí sem hefst kl. 20:00. Einnig er hægt að koma með skráningarblöðin í kirkjuna hvenær sem er, senda í pósti eða netpósti á srbragi@vidistadakirkja.is. Hægt að nálgast skráningarformið hér.

Blómamessa – Vorhátíð

Hin árlega blómamessa verður á sunnudaginn kemur þann 27. apríl kl. 11.00. Þá er jafnframt vorhátíð Víðistaðakirkju og er sérstaklega vænst góðrar þátttöku barna og unglinga í æskulýðsstarfi kirkjunnar og fjölskyldna þeirra. Í guðþjónustunni syngur Barnakór kirkjunnar undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur organista og sóknarprestur þjónar með aðstoð umsjónarfólks sunnudagaskólans. Að lokinni guðþjónustu verður boðið upp á grillaðar pylsur á kirkjutorginu og farið í leiki ef aðstæður leyfa. Verið velkomin!