Kirkja fjallræðunnar

Víðistaðakirkja

Skráning í fermingu vorið 2021 er hafin. Skráningarformið er að finna á síðunni Fermingarstarf. Einnig er hægt að smella á fjólubláa gluggan hér að neðan.

Viðburðir

Sunnudagurinn 21. apríl

Messa kl. 11:00. Kór Víðistaðsóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organista og sr. Sigurður Kr. Sigurðsson þjónar fyrir altari. Sunnudagaskóli kl. 11:00 uppi í

Lesa meira

Tónlistarmessa 14. apríl

Tónlistarguðsþjónusta kl. 11:00. Nemendur í Tónlistardeild Listaháskóla Íslands sjá um tónlistarflutning undir stjórn Sveins Arnars organista og Bragi sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna. Hressing í

Lesa meira

Sunnudagaskóli 14. apríl

Sunnudagaskóli kl. 11:00 uppi í Suðursal. Fjölbreytt, fræðandi og fjörug stund fyrir börn á öllum aldri í umsjá Ísabellu og Helga. Verið velkomin!

Lesa meira

Guðsþjónusta og aðalsafnaðarfundur

Guðsþjónusta kl. 11:00 sunnudaginn 7. apríl. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars organista og sóknarprestur þjónar fyrir altari. Aðalsafnaðarfundur að guðsþjónustu lokinni uppi í

Lesa meira

Fréttir

Nýr kirkjuvörður

Nýr kirkjuvörður Helgi Hjálmtýsson að nafni tók til starfa við Víðistaðakirkju þann 1. september síðastliðinn. Helgi er fæddur og uppalinn á Bíldudal í Arnarfirði. Hann er menntaður í bókmenntafræði, verkefnastjórnun og tónlist – og hefur starfað m.a. sem markaðs- og kynningarfulltrúi Bolungarvíkurkaupstaðar, vefsjóri Vesturbyggðar og í Fjármálaráðuneytinu, ýmis kirkjuleg störf og á tónlistarsviðinu. Helgi er giftur sr. Ástu Ingibjörgu Pétursdóttur og eiga þau tvær uppkomnar dætur. Um leið og Helgi er boðinn velkominn til starfa er Benedikt Sigurðssyni fráfarandi kirkjuverði þökkuð vel unnin störf og óskað alls hins besta í nýjum verkefnum.

Lesa meira »

Starf kirkjuvarðar

Starf kirkjuvarðar er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 26. júní nk. nánari upplýsingar um starfsvið og hæfniskröfur má sjá hér á meðfylgjandi auglýsingu.

Lesa meira »

Sumarkirkjan

Eins og undanfarin ár verða sumarmessur í Garðakirkju á Álftanesi. Um er að ræða samstarfsverkefni Þjóðkirkjusafnaðanna í Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi og Fríkirkjunnar í Hafnarfirði sem nefnist Sumarkirkjan. Það felur í sér að kirkjurnar sameinast um guðsþjónustuhald í júní, júlí og ágúst í Garðakirkju. Sumarmessur í Garðakirkju verða því á hverjum sunnudegi í sumar kl. 11:00. Eftir messu hverju sinni verður boðið upp á messukaffi og ýmiss konar viðburði í hlöðunni á Króki. Sjá nánar á Fb-síðu Sumarkirkjunnar.

Lesa meira »

Fréttir

Viðburðir

Fermingarmessa 17. mars

Fermingarmessa kl. 10:30. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organista og sr. Bragi J. Ingibergsson og sr. Guðný Hallgrímsdóttir þjóna fyrir altari. Verið velkomin!

Lesa meira »

Frímúraramessa 10. mars

Guðasþjónusta kl. 11:00 sunnudaginn 10. mars. Kirkjuferð Frímúrarastúkunnar Hamars í Hafnarfirði. Eyjólfur Einar Elíasson prédikar og sr. Bragi J. Ingibergsson þjónar með aðstoð Hamarsbræðra. Bjarni Atlason syngur einsöng við undirleik Sveins Arnars Sæmundssonar organista.Messukaffi á eftir í boði Hamars í stúkuhúsinu að Ljósatröð.Verið velkomin!

Lesa meira »

Fjölskylduhátíð – Söngleikrit

Í fjölskylduhátíð á æskulýðsdaginn 3. mars kl. 11:00 sýnir Barnakór Víðistaðakirkju söngleikritið „Við hliðið” eftir Svein Arnar organista sem stjórnar sýningunni ásamt Ísabellu Leifsdóttur. Sr. Bragi leiðir stundina. Kaffi, djús og kleinur í safnaðarsal að fjölskylduhátíð lokinni. Verið velkomin!

Lesa meira »

Föst dagskrá í kirkjunni

Altari