Kirkja fjallræðunnar
Víðistaðakirkja
Vakir æ við Víðistaðatún,
veitir jafnan athvarf, skjól og hlíf,
kirkjan fagra hátt við hraunsins brún,
horfir yfir vegferð manns og líf.
Viðburðir
Sunnudagur 24. nóvember
Sunnudagaskóli kl. 11:00. Skemmtileg stund í umsjá Ísabellu og Helga. Guðsþjónusta kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars organista og sr. Bragi sóknarprestur
Sunnudagur 17. nóvember
Tónlistarguðsþjónusta kl. 11:00. Gaflarakórinn syngur undir stjórn Kristjönu Þ. Ásgeirsdóttur og Sveinn Arnar organisti leikur undir. Sr. Sigurður Kr. Sigurðsson oþjónar fyrir altari og prédikar.
Skagfirðingamessa
Skagfirðingamessa kl. 11:00. Kór Skagfirðinga syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organista, sr. Stefán Már Gunnlaugsson héraðsprestur þjónar fyrir altari og Valgerður Erlingsdóttir flytur hugleiðingu.
Sunnudagaskóli
Sunnudagaskóli kl. 11:00 í umsjá Ísabellu og Helga. Skemmtileg stund fyrir börn á öllum aldri, fer fram uppi í suðursal. Verið velkomin!
Jólakortasmiðja
Jólakortasmiðja laugardaginn 9. nóv. kl. 11:00. Smiðja fyrir alla fjölskylduna til að vinna saman að gerð fallegra jólakorta úr efni sem fellur til í kirkjunni.
Kótilettukvöld
Kótilettukvöld í safnaðarheimilinu föstudaginn 8. nóv. kl. 19:00. Verð kr. 5.000,- Pantanir sendist á netfangið kirkjuvordur@vidistadakirkja.is Takmarkaður sætafjöldi í boði.
Fréttir
5 fermingarathafnir
Á skírdag þann 1. apríl sl. voru 13 börn fermd í 5 athöfnum hér í Víðistaðakirkju. Fyrsta athöfnin var kl. 10:00 og svo á klukkustundar fresti, sú síðasta kl. 14:00. Hluti þessara barna höfðu átt að fermast á pálamasunnudag, en þeim athöfnum var frestað þegar allt unglingastig Víðistaðaskóla var sett í sóttkví og þar með fermingarbörnin. Var þá bætt við fleiri athöfnum á skírdag. Sóknarprestur fermdi og Helga Þórdís organisti sá um tónlistina, spilaði á
Helgihald fellur niður
Helgihald fellur niður í dimbilviku og um páska vegna hertra sóttvarnaráðstafana.
Helgihald hefst að nýju
Í kjölfar rýmkunar á sóttvarnareglum sem tóku gildi þann 8. feb. sl. er nú leyft að 150 manns séu viðstaddir allar kirkjulegar athafnir að teknu tilliti til 2m reglunnar sem verður áfram í fullu gildi. Þá þarf að nota grímur ef ekki er hægt að viðhafa 2m bilið. Helgihald hefst því aftur í kirkjunni eftir langt hlé nk. sunnudag þann 14. feb. kl. 11:00. þá hefjast ennfremur kyrrðarstundir á miðvikudögum kl. 12:10.
Viðburðir
Sunnudagur 24. nóvember
Sunnudagaskóli kl. 11:00. Skemmtileg stund í umsjá Ísabellu og Helga. Guðsþjónusta kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars organista og sr. Bragi sóknarprestur
Sunnudagur 17. nóvember
Tónlistarguðsþjónusta kl. 11:00. Gaflarakórinn syngur undir stjórn Kristjönu Þ. Ásgeirsdóttur og Sveinn Arnar organisti leikur undir. Sr. Sigurður Kr. Sigurðsson oþjónar fyrir altari og prédikar.
Skagfirðingamessa
Skagfirðingamessa kl. 11:00. Kór Skagfirðinga syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organista, sr. Stefán Már Gunnlaugsson héraðsprestur þjónar fyrir altari og Valgerður Erlingsdóttir flytur hugleiðingu.
Sunnudagaskóli
Sunnudagaskóli kl. 11:00 í umsjá Ísabellu og Helga. Skemmtileg stund fyrir börn á öllum aldri, fer fram uppi í suðursal. Verið velkomin!
Jólakortasmiðja
Jólakortasmiðja laugardaginn 9. nóv. kl. 11:00. Smiðja fyrir alla fjölskylduna til að vinna saman að gerð fallegra jólakorta úr efni sem fellur til í kirkjunni.
Kótilettukvöld
Kótilettukvöld í safnaðarheimilinu föstudaginn 8. nóv. kl. 19:00. Verð kr. 5.000,- Pantanir sendist á netfangið kirkjuvordur@vidistadakirkja.is Takmarkaður sætafjöldi í boði.
Fréttir
Aðalfundi frestað
Aðalsafnaðarfundi sem boðaður hafði verið nk. sunnudag 15. mars er frestað til sunnudagsins 10. maí nk. Hann verður auglýstur aftur með lögbundnum hætti þegar nær dregur.
Systrafélagið 40 ára
Systrafélag Víðistaðasóknar hélt upp á 40 ára afmæli þann 2. mars sl. með glæsilegri veislu í safnaðarheimili kirkjunnar, þar sem auk systrafélagskvenna var boðið sóknarnefndarfólki, sóknarpresti og starfsfólki kirkjunnar. Var boðið upp á mat frá Kænunni, söngatriði með Guðrúnu Árnýju og Systrafélagskonan Unnur Sveinsdóttir rakti sögu félagsins frá upphafi. Afmælisávörp fluttu þau Valgerður Sigurðardóttir varaformaður sóknarnefndar og Bragi J. Ingibergsson sóknarprestur, þau óskuðu félagskonum til hamingju með afmælið og þökkuð þeim fyrir óeigingjörn og mikilvæg störf þeirra í þágu kirkjunnar. Formaður félagsins er Sigríður Jónsdóttir sem stýrði afmælisfundinum.
Aðalsafnaðarfundur
verður haldinn í safnaðarheimili kirkjunnar strax að lokinni guðsþjónustu sem hefst kl. 11:00 sunnudaginn 15. mars nk. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Safnaðarfólk er hvatt til að mæta.
Kyrrðarstundir
Kyrrðarstundir hefjast aftur miðvikudaginn 5. febrúar og verða á hverjum miðvikudegi í febrúar og mars kl. 12:10. Þetta eru rólegar stundir með ljúfri tónlist. Þá eru fluttar fyrirbænir og er hægt að koma fyrirbænaefnum til sóknarprests eða kirkjuvarðar og einnig er hægt að skrá þau hér. Boðið er upp á súpu og brauð og gott samfélag í safnaðarsalnum á eftir. Verið velkomin!
Föst dagskrá í kirkjunni
Mánudagar
19:00
Systrafélag Víðistaðakirkju, fundir/samverur
Þriðjudagar
11:00 – 12:00 Viðtalstími sóknarprests
19:30 Æfing kirkjukórs
Miðvikudagar
11:00 – 12:00
Viðtalstími sóknarprests
12:10
Kyrrðar- og fyrirbænastund
12:30 – 13:00
Léttur málsverður í safnaðarheimilinu
17:30 – 19:00
Sóknarnefndarfundur annan miðvikudag í mánuði.
Fimmtudagar
11:00 – 12:00 Viðtalstími sóknarprests
12:00 – 13:00 NSU-fundur einu sinni í mánuði.
13:30 Æfing barnakórs: 2 hópar
15:15 Fermingarfræðsla
Föstudagar
11:00 – 12:00 Viðtalstími sóknarprests
20:00 – GA-fundur
Laugardagar
11:00 Coda-fundur