90150536_3032115203518634_1822822779423031296_o

Sumarkirkjan

Eins og undanfarin ár verða sumarmessur í Garðakirkju á Álftanesi. Um er að ræða samstarfsverkefni Þjóðkirkjusafnaðanna í Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi og Fríkirkjunnar í Hafnarfirði sem nefnist Sumarkirkjan. Það felur í sér að kirkjurnar sameinast um guðsþjónustuhald í júní, júlí og ágúst í Garðakirkju. Sumarmessur í Garðakirkju verða því á hverjum sunnudegi í sumar kl. 11:00. Eftir messu hverju sinni verður boðið upp á messukaffi og ýmiss konar viðburði í hlöðunni á Króki. Sjá nánar á Fb-síðu Sumarkirkjunnar.

music-note-design-element-doodle-260nw-666326815

Vorkvöld við Víðistaðatún

Sameiginlegir tónleikar norska kórsins John Tinnics frá Kristiansand í Noregi og Kórs Víðistaðasóknar kl. 20:00 föstudaginn 19. maí.

John Tinnics er blandaður kór með 20 söngglöðum félögum á öllum aldri. Kórarnir syngja í sitthvoru lagi en sameinast þó í einu lagi. Stjórnendur kóranna eru þau Irmelinn Ramo og Sveinn Arnar Sæmundsson.

342508825_462723489351928_518594015200606944_n

Uppstigningardagur 18. maí

Sameiginleg guðsþjónusta Víðistaðasóknar og Hafnarfjarðarsóknar á degi eldri borgara 18. maí kl. 14:00. Gaflarakórinn syngur undir stjórn Kristjönu Þ. Ásgeirsdóttur og Sveinn Arnar Sæmundsson organisti spilar. Sr. Sighvatur Karlsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Braga J. Ingibergssyni.

Veislukaffi í safnaðarsalnum að guðsþjónustu lokinni.

Verið velkomin!

56664632_1615008281976282_7260487122618941440_n

Sunnudagurinn 14. maí

Guðsþjónusta kl. 11:00. Gregorskórinn Cantores Islandiae syngur undir stjórn Ágústs Inga Ágústssonar – og sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna kirkjunnar.

Aðalsafnaðarfundur hefst að lokinni guðsþjónustu í safnaðarheimilinu – eða um kl. 12:00. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Boðið verður upp á súpu og brauð.

Verið velkomin!

pylsur

Fjölskyldu- og vorhátíð

Sunnudaginn 7. maí kl. 11:00 höldum við fjölskyldu- og vorhátíð hér í Víðistaðakirkju. Barnakór kirkjunnar syngur undir stjórn Sveins Arnars og Benni Sig leiðir stundina. Sérstakur gestur er Steinunn Ása Þorvaldsdóttir sem syngur með barnakórnum. Eftir stundina verða grillaðar pylsur á kirkjutorginu.Tilvalið fyrir alla fjölskylduna að koma og eiga góða stund. Verið velkomin!