Aðalsafnaðarfundur verður haldinn sunnudaginn 14. maí kl. 12:00 – strax að lokinni guðsjónustu kl. 11:00. Á dagskrá fundarins verða venjuleg aðalfundarstörf. Veitingar í safnaðarheimilinu. Sóknarfólk er hvatt til að mæta. Verið velkomin!
Söngvahátíð barnakóra
Á Sumardaginn fyrsta 20. apríl kl. 13.00 syngja barna- og unglingakórar við 7 kirkjur fjörug sálma-, vor- og sumarlög í Víðistaðakirkju . Alls eru þetta um 100 söngfuglar! Stjórnendur kóranna og Kjartan Valdimarsson jazzpíanóleikari verða við stjórnvölinn. Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar skipuleggur þennan árlega viðburð. Aðgangur er ókeypis
Sunnudagurinn 16. apríl
Sunnudagaskóli kl. 10:00. Fjölbreytt og skemmtileg stund í umsjá Dísu og Benna.
Guðþjónusta kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Kristínar Jóhannesdóttur og sr. Sjöfn Jóhannesdóttir þjónar með aðstoð messuþjóna kirkjunnar. Kaffisopi í safnaðarsal á eftir.
Verið velkomin!
Páskadagur 9. apríl
Hátíðarguðsþjónusta á páskadagsmorgun kl. 9:30. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars organista og Ásdís Birta Guðnadóttir leikur á klarinett. Sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna kirkjunnar. Veitingar í safnaðarheimilinu að messu lokinni.
Verið velkomin!
Föstudagurinn langi 7. apríl
Guðsþjónusta kl. 11:00 á föstudaginn langa 7. apríl. Sveinn Arnar Sæmundsson organisti leikur á orgel og sr. Bragi J. Ingibergsson þjónar. Verið velkomin!
Ferming 6. apríl
Fermingarmessa á skírdag 6. apríl kl. 10:30. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organista og sr. Bragi J. ingibergsson þjónar.
Ferming 2. apríl
Fermingarmessa á pálmasunnudag 2. apríl kl. 10:30. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars organista og Bragi sóknarprestur þjónar.
Fermingarskráning 2023-2024
Skráning er hafin í fermingu vorið 2024 – og þá um leið fermingarstarfið sem fram fer næsta vetur 2023-2024. Fermingardagar vorið 2024 eru sunnudagurinn 17. mars, pálmasunnudagur 24. mars og skírdagur 28. mars. Hægt er að skrá sig hér.