Víðistaðakirkja.2

Vetrardagar í Víðistaðakirkju

Dagskrá Vetrardaga í Víðistaðakirkju hefst á sunnudaginn kemur, þann 24. okt. kl. 11:00 með tónlistarguðsþjónustu (sjá viðburði). Í vikunni næstu verður svo boðið upp á ýmsa afar áhugaverða viðburði og má þar nefna kaffihúsa- og menningarkvöld kirkjukórsins á þriðjudagskvöldið, leiksýningu Kómedíuleikhússins um Gísla á Uppsölum á fimmtudagskvöldið, tónlistardag barnanna þar sem Þorri og Þura koma í heimsókn á föstudaginn og ýmislegt fleira. Enginn aðgangseyrir er á viðburðina. Sjá nánar í dagskrá Vetrardaga.

04

Bleik messa

Bleik messa verður sunnudaginn 17. október kl. 17:00. Sr. Stefán Már Gunnlaugsson héraðsprestur þjónar fyrir altari og Brynja Björk Gunnarsdóttir, formaður stuðningsfélagsins Brjóstaheill – samhjálp kvenna, flytur hugleiðingu. Konur úr Kirkjukórnum syngja undir stjórn Sveins Arnars organista. Verið velkomin!

2012.5339

Guðsþjónusta

Guðsþjónusta sunnudaginn 19. september kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar og sr. Stefán Már Gunnlaugsson héraðsprestur þjónar með aðstoð messuþjóna kirkjunnar. Kaffihressing í safnaðarheimilinu að guðsþjónustu lokinni. Verið velkomin!