Í kjölfar rýmkunar á sóttvarnareglum sem tóku gildi þann 8. feb. sl. er nú leyft að 150 manns séu viðstaddir allar kirkjulegar athafnir að teknu tilliti til 2m reglunnar sem verður áfram í fullu gildi. Þá þarf að nota grímur ef ekki er hægt að viðhafa 2m bilið. Helgihald hefst því aftur í kirkjunni eftir langt hlé nk. sunnudag þann 14. feb. kl. 11:00. þá hefjast ennfremur kyrrðarstundir á miðvikudögum kl. 12:10.
Ekkert helgihald um jólin
Ekkert opið helgihald verður í kirkjunni um hátíðirnar að þessu sinni vegna kórónuveirufaraldursins. Á aðfangadag verður helgistund streymt á Facebook-síðu kirkjunnar og hverður einnig aðgengileg hér á heimasíðu Víðistaðakirkju um öll jólin. Stundina verður að finna á hlekknum hér að neðan, en þar er líka að finna helgistundir sem streymt var á netið á aðventunni (Smellið á myndina):
Helgistund
Hér má nálgast myndbönd af helgistundum á aðventu og jólum í Víðistaðakirkju 2020: Með því að smella á myndina hér að neðan má horfa á myndböndin.
Heimasíðan Útför í kirkju
Síðastliðinn sunnudag 1. nóvember á allra heilagra messu var opnuð á vegum Kjalarnessprófastsdæmis heimasíðan Útför í kirkju (www.utforikirkju.is) sem unnið hefur verið að síðastliðið ár í samstarfi við fjölmarga aðila, m.a. presta, djákna og organista prófastsdæmsins.
Á heimasíðunni er að finna upplýsingar um flest sem viðkemur útför í kirkju og þjónustu kirkjunnar. Yfirlit yfir hvað þarf að huga að í undirbúningi útfarar ásamt umfjöllun um hvað er útför, tilgang sálma og tónlistar, börn og útför, sálgæslu kirkjunnar og hvar er hægt að sækja sér styrk og aðstoð. Efninu er ætlað að auðvelda fólki undirbúning útfarar og fræða um útfararsiði kirkjunnar. Það er von okkar að þetta framtak megi verða fólki til leiðsagnar og gagns á viðkvæmum tímum.
Takmarkanir starfs
Takmarkanir á starfi kirkjunnar í ljósi sóttvarnareglna vegna Covid-19 eru sem hér segir og byggja á tilmælum biskups sem gilda til a.m.k. 12. jan. nk.
Allt starf þar sem fólk safnast saman fellur niður eins og guðsþjónustur og verður því ekkert opið helgihald í kirkjunni um jól og áramót. Hvað aðrar athafnir varðar þá gilda þessar reglur:
- Hjónavígslur eru heimilar innan 10 marka hámarksfjölda og almennra sóttvarnareglna.
- Skírnir lúta sömu reglum og hjónavígslurnar.
- Heimild er fyrir 50 manns í útförum.
Messufall í október
Vegna hertra sóttvarnaaðgerða stjórnvalda fellur niður allt opið helgihald á sunnudögum og öðrum helgidögum í október að tilmælum biskups Íslands.
Foreldramorgnar
Fimmtudaginn 1. október hefjast foreldramorgnar í safnaðarheimili kirkjunnar í umsjá Margrétar Lilju kirkjuvarðar. Verða stundirnar svo á milli kl. 10:00 og 12:00 hvern fimmtudag. Upplagt tækifæri fyrir heimavinnandi foreldra með lítil börn til að hittast og eiga skemmtilega og notalega samverustund. Verið velkomin!
Fjölskylduhátíð
Fjölskylduhátíð sunnudaginn 4. október kl. 11:00. Barnakór Víðistaðakirkju syngur undir stjórn Helgu Þórdísar organista og Margrét Lilja leiðir stundina. Fjölbreytt og skemmtileg stund. verið velkomin!
Guðsþjónusta
Guðsþjónusta sunnudaginn 27. september kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar organista og sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna kirkjunnar. Verið velkomin!
Guðsþjónusta
Guðsþjónusta sunnudaginn 20. september kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar organista og sr. Sighvatur Karlsson þjónar með aðstoð messuþjóna kirkjunnar. Heitt á könnunni á eftir. Verið velkomin!