j0440912

Foreldramorgnar

Fimmtudaginn 1. október hefjast foreldramorgnar í safnaðarheimili kirkjunnar í umsjá Margrétar Lilju kirkjuvarðar. Verða stundirnar svo á milli kl. 10:00 og 12:00 hvern fimmtudag. Upplagt tækifæri fyrir heimavinnandi foreldra með lítil börn til að hittast og eiga skemmtilega og notalega samverustund. Verið velkomin!

Altari

Fermingar

Fermingarathafnir sem vera áttu í mars og spríl sl. en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins, verða næstu 2 sunnudaga 30. ágúst og 6. september – 2 athafnir hvorn dag kl. 10:00 og 11:30. Vegna fjöldatakmarkana verða þær einungis opnar fjölskyldum fermingarbarnanna.

209b

Sumarkirkjan

Sumarmessa sunnudaginn 28. júní kl. 11:00 í Garðakirkju á Álftanesi. Sumarkirkjan er samstarfsverkefni kirknanna í Garðabæ og Hafnarfirði sem bjóða upp á sameiginlegt helgihald í Garðakirkju hvern sunnudag í sumar. Að lokinni guðsþjónustu er kirkjukaffi í hlöðunni á Króki. Verið velkomin!