
Kósý jólafjölskyldustund
Sunnudaginn 15. desember verður haldin kósý jólafjölskyldustund í Víðistaðakirkju kl. 11. Við munum syngja jólalög, spila á gítar, dansa og lesa jólasögu. Eftir stundina verður kósý samvera í samkomusalnum þar sem boðið verður upp á heitt súkkulaði og smákökur.
Stundina leiða Margrét Lilja Vilmundardóttir, guðfræðinemi og Helga Þórdís, organisti. Hlökkum til að sjá ykkur!

Guðsþjónusta
Guðsþjónusta 2. sunnudag í aðventu 8. desember kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar organista og sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna. Kaffi og smákökur í safnaðarsal að messu lokinni. Verið velkomin!

Aðventuhátíð
Aðventuhátíð 1. sunnudag í aðventu 1. des. kl. 17:00. Regína Ósk söngkona syngur ásamt kirkjukór og barnakór undir stjórn Helgu Þórdísar organista. Margrét Lilja Vilmundardóttir kirkjuvörður flytur hugvekju. Kór Víðistaðasóknar býður upp á létt hlaðborð gegn vægu gjaldi að athöfn lokinni. Verið velkomin!

Tónlistarguðsþjónusta
Sunnudaginn 24. nóvember kemur Gaflarakórinn í heimsókn og syngur við guðsþjónustu kl. 11:00 undir stjórn Kristjönu Þ. Ásgeirsdóttur. Sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna. Hressing í safnaðarsal á eftir. Verið velkkomin!
