Gjafabréf.640

Höfðingleg minningargjöf

Sá ánægjulegi atburður átti sér stað í kirkjunni þann 8. desember að Sigríður Kristín Bjarnadóttir frá Víðistöðum afhenti kirkjunni minningargjöf um foreldra sína og systkini, hjónin Bjarna Erlendsson og Margréti Magnúsdóttur frá Víðistöðum og börn þeirra Kristbjörgu Bjarnadóttur og Guðjón Bjarnason. Um rausnarlega gjöf er að ræða sem á eftir að koma sér vel fyrir starf safnaðarins. Kristínu eru færðar innilegar þakkir fyrir gjöfina og þann hlýhug til kirkjunnar sem að baki býr.

Gjafabréf.640Myndir teknar við afhendingu gjafarinnar: Á fyrri myndinni afhendir Kristín gjafabréfið Hjörleifi sóknarnefndarformanni og sr. Braga sóknarpresti og á seinni myndinni er Kristín ásamt Gylfa sóknarnefndarmanni og Magnúsi systursyni sínum.

Mynd.1Mynd.2

Freskumynd.02.540.jpg

3. sunnudagur í aðventu, 11. desember:

Fjölskylduhátíð kl. 11:00

Börn úr barnastarfinu sýna helgileik í umsjá Bryndísar og Maríu. Helga Þórdís organisti leikur á orgelið. Hátíðleg stund í kirkjunni og hressing í safnaðarheimilinu á eftir, smákökur og mandarínur. verið velkomin!

Freskumynd.02.540.jpg

2. sunnudagur í aðventu, 4. desember:

Guðsþjónusta kl. 11:00

Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Erlu Rutar Káradóttur og sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna. Kaffisopi í safnaðarsal að guðsþjónustu lokinni.

Sunnudagaskóli kl. 11:00

Fjölbreytt dagskrá og fjörug stund í umsjá Maríu og Bryndísar – fer fram uppi í suðursal kirkjunnar. Hressing í safnaðarheimilinu aftir stundina.

Sunnudagaskóli

Í sunnudagaskólanum 1. sunnudag í aðventu 27. nóvember kl. 11:00 verður kveikt á fyrsta aðventukertinu. Dagskráin fjölbreytt og skemmtikleg að venju fyrir börn á öllum aldri, í umsjá Maríu og Bryndísar. Verið velkomin!

10384343_835222356500676_7692712396304799045_n

Sunnudagur 20. nóvember:

Tónlistarguðsþjónusta kl. 11:00

Gaflarakórinn, kór Félags eldri borgara, syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur organista. Sr. Hulda Hrönn Helgadóttir héraðsprestur þjónar með aðstoð messuþjóna kirkjunnar. Hressing í safnaðarsal á eftir.

10384343_835222356500676_7692712396304799045_n

 

 

 

 

 

Sunnudagaskóli kl. 11:00

Fjölbreytt og skemmtileg stund í umsjá Maríu og Bryndísar, fer fram uppi í suðursal. Djús og kex í safnaðarheimilinu eftir stundina.

Sunnudagur 13. nóvember:

Fjölskylduhátíð kl. 11:00.

Fjölbreytt og skemmtileg stund fyrir alla fjölskylduna. Börn úr Skólahljómsveit Víðistaðakóla leika á hljóðfæri undir stjórn Vigdísar Klöru Aradóttur. Sóknarprestur leiðir stundina ásamt Helgu Þórdísi organista. Hressing eftir guðsþjónustu. Verið velkomin!

Allra heilagra messa 6. nóvember:

Guðsþjónusta kl. 11:00

Látinna minnst. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar organista. Sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna kirkjunnar. Hressing í safnaðarsal á eftir.

Sunnudagaskólinn kl. 11:00

Skemmtileg stund með sögum og söng, í umsjá Maríu og Bryndísar. Djús og kex í safnaðarsalnum eftir stundina.

plakat_a4

Víðistaðakirkja býður í “leikhús” á Vetrardögum.

3 sýningar verða af “Lítil saga úr orgelhúsi” í Víðistaðakirkju þriðjudaginn 1. nóvember. kl. 8:30, 9:30 og 10:30.

Sögumaður er Bergþór Pálsson söngvari. Sagan er eftir Guðnýju Einarsdóttir sem jafnframt leikur á orgelið. Tónlistin er eftir Michael Jón Clarke og myndskreytingar gerði Fanney Ósk Sizemore.

Öllum börnum 10 ára og yngri í skólum hverfisins hefur verið boðið á sýninguna  plakat_a4– nokkur sæti eru laus á sýninguna kl. 8:30 og 10:30 fyrir áhugasama 🙂

-svavar_knutur_05_617702831

Sunnudagur 30. október:

Tónlistarguðsþjónusta kl. 11:00

Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur flytur ljúfa og skemmtilega tónlist og sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna kirkjunnar. Veitingar í safnaðarheimilinu að guðsþjónustu lokinni.

-svavar_knutur_05_617702831

Sunnudagaskóli kl. 11:00

Fjölbreytt og skemmtileg stund fyrir börn á öllum aldri í umsjá Maríu og Bryndísar, fer fram uppi í suðursal. Veitingar í safnaðarheimilinu á eftir.