Sunnudagaskóli Víðistaðakirkja

Sunnudagaskóli kl. 10:00

Nú hefst sunnudagaskólinn að nýju og verður í kirkjunni á hverjum sunnudegi í vetur kl. 10:00. Börnin fá fjársjóðskistu að gjöf og safna í hana myndum sem þau fá við mætingu í sunnudagaskólann. Fyrsti sunnudagaskólinn í vetur verður næsta sunnudag 5. september kl. 10:00 í umsjá Benedikts Sigurðssonar. Verið velkomin!

Garðakirkja

Sumarmessa

Sumarmessa í Garðakirkju sunnudaginn 22. ágúst kl. 11:00. Sr. Bragi J. Ingibergsson þjónar og Jóhann Baldvinsson spilar undir almennan söng. Á eftir verður messukaffi í Króki þar sem Benedikt Sigurðsson kirkjuvörður í Víðistaðakirkju leikur á harmóniku. Verið velkomin!

242f8ef7e496666d086e763ecc19409f

Dægurlagamessa

Dægurlagamessa verður sunnudagskvöldið 30. maí kl. 20:00. Kór Víðistaðsóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar organista og sóknarprestur þjónar. Aðalsafnaðarfundur verður sama dag kl. 18:00 í safnaðarheimilinu á undan guðsþjónustunni. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf. Verið velkomin!

Uppst.d.02

Uppstigningardagur

Guðsþjónusta á uppstigningardag 13. maí kl. 11:00 tileinkuð eldri borgurum. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar organista og sr. Jónína Ólafsdóttir nýr sóknarprestur Hafnarfjarðarkirkju og sr. Bragi sóknarprestur Víðistaðakirkju þjóna með aðstoð messuþjóna kirkjunnar. Verið velkomin!

Á grænni leið.1600

Plokkmessa

Helgistund sunnudaginn 9. maí kl. 11:00. Að henni lokinni höldum við út í góða veðrið og plokkum í kring um kirkjuna á Víðistaðatúni. eftir plokkið verður boðið upp á hressingu á kirkjutorginu. Tökum þátt í starfi „kirkju á grænni leið” og fegrum umhverfið. Verið velkomin!