Sumarnámskeið fermingarbarna hefst á sunnudaginn kemur, þann 18. ágúst og stendur yfir í 4 daga, til miðvikudagsins 21. ágúst – og er frá kl. 9:00 – 12:00 alla dagana. Sjá nánar hér.

Sumarnámskeið fermingarbarna hefst á sunnudaginn kemur, þann 18. ágúst og stendur yfir í 4 daga, til miðvikudagsins 21. ágúst – og er frá kl. 9:00 – 12:00 alla dagana. Sjá nánar hér.
Sunnudaginn 23. júní verður hjólreiðamessa í kirkjum í Hafnarfirði og Garðabæ. Hjólað verður á milli kirknanna og áð í stutta stund á hverjum stað samkvæmt eftirfarandi áætlun:
Kl. 10:00 Ástjarnarkirkja – Upphafsbæn og sálmur
Kl. 10:00 Vídalínskirkja – Upphafsbæn og sálmur
Kl. 10:30 Hafnarfjarðarkirkja – Miskunnarbæn, dýrðarsöngur, lestrar
Kl. 11:00 Víðistaðakirkja – Guðspjall og sálmur. Hressing
Kl. 11:30 Garðakirkja – Hugleiðing, kirkjubæn
Kl. 12:15 Bessastaðakirkja – Altarisganga
Kl. 12:30 Haldið heim
Hægt er að hjóla styttri leiðir og koma í einstakar kirkjur eftir því hvað hentar hverjum og einum. Kjörið tækifæri fyrir fjölskylduna að hjóla saman. Munið eftir hjálmunum!
Helgistund á sumarkvöldi kl. 20:00. Helga Þórdís organisti flytur fallega tónlist og sóknarprestur þjónar. Verið velkomin!
Hátíðarhelgistund kl. 20:00. Helga Þórdís organisti leikur fallega tónlist og leiðir söng. Sr. Stefán Már Gunnlaugsson héraðsprestur þjónar. Verið velkomin!
Sameiginleg guðsþjónusta kl. 14:00 í Hafnarfjarðarkirkju fyrir eldri borgara í Víðistaðasókn og Hafnarfjarðarsókn.
Guðsþjónusta kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar organista og sóknarprestur þjónar ásamt messuþjónum. Kaffihressing í safnaðarheimilinu á eftir. Verið velkomin!
Guðsþjónusta kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur og sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna. Kaffihressing í safnaðarheimili að guðsþjónustu lokinni. Verið velkomin!
Messa kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar organista og sr. Stefán Már Gunnlaugsson þjónar með aðstoð messuþjóna. Hressing í safnaðarsal að messu lokinni.