Mánudaginn 27. febrúar kl. 17:00 kemur KFH (Kristilegt félag heilbrigðisstétta) í heimsókn í Víðistaðakirkju. Sóknarprestur segir gestum frá freskumyndum Baltasars og leiðir helgistund í lkirkjunni. Boðið verður upp á súpu og brauð í í safnaðarheimilinu á eftir. Allir eru velkomnir!
Sunnudagur í föstuinngang, 26. febrúar:
Messa kl. 11:00
Kór Víðistaðsóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar organista og sr. Hulda Hrönn héraðsprestur þjónar ásamt messuþjónum kirkjunnar. Hressing í safnaðarheimilinu á eftir.
Sunnudagaskóli kl. 11:00
Fjölbreytt og fræðandi dagskrá fyrir börn á öllum aldri, fer fram uppi í suðursal. Umsjón hafa María og Bryndís. Djús og kex á eftir.
Biblíudagurinn / Konudagurinn, 19. febrúar:
Tónlistarguðsþjónusta kl. 11:00
Kvennakór Hafnarfjarðar syngur undir stjórn Ernu Guðmundsdóttur og sóknarprestur þjónar. Kaffihressing í safnaðarsalnum að guðsþjónustu lokinni.
Sunnudagaskóli kl. 11:00
Fjörug, fræðandi og fjölbreytt stund fyrir börn á öllum aldri, í umsjá Maríu og Bryndísar. Djús og kex á eftir í safnaðarsalnum.
1. sunnudagur í níuviknaföstu, 12. febrúar:
Guðsþjónusta og fræðsla kl. 11:00
Kór Víðistaðakirkju syngur undir stjórn Helgu Þórdísar organista, sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna kirkjunnar. Um leið og helgihaldinu vindur fram fer fram fræðsla um form og inntak guðsþjónustunnar. Hressing í safnaðarheimilinu að guðsþjónustu lokinni.
Sunnudagaskóli kl. 11:00
Fjörug og fræðandi stund í umsjá Maríu og Bryndísar. Djús og kex í safnaðarsalnum á eftir.
Biblíuleg íhugun og bæn
Biblíuleg íhugun (Lectio Divina) eru ljúfar og gefandi íhugunar- og bænastundir, sem hefjast að nýju þriðjudaginn 7. febrúar kl. 17:30 – og verða svo vikulega á þessum tímum.
Sunnudagur 29. janúar:
Tónlistarguðsþjónusta kl. 11:00
Karlakórinn Þrestir syngur undir stjórn Jóns Karls Einarssonar og sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna kirkjunnar. Hressing í safnaðarheimili á eftir.
Sunnudagaskóli kl. 11:00
Fjölbreytt, fræðandi og fjörug stund í umsjá Maríu og Bryndísar, fer fram uppi í suðursal. Kex og djús eftir stundina.
Sunnudagur 22. janúar:
Messa kl. 11:00
Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar organista og sr. Hulda Hrönn héraðsprestur þjónar með aðstoð messuþjóna. Kaffihressing að messu lokinni.
Sunnudagaskóli kl. 11:00
Fjölbreytt, fjörug og fræðandi stund fyrir börn á öllum aldri, í umsjá Maríu og Bryndísar. Djús og kess eftir stundina.
Sunnudagur 15. janúar:
Sunnudagaskóli kl. 11:00
Skemmtileg og fjölbreytt stund fyrir börn á öllum aldri, í umsjá Maríu og Bryndísar. Hressing eftir stundina.
Guðsþjónusta kl. 14:00
Sameiginleg guðsþjónusta fyrir eldri borgara í Víðistaða-, Bessastaða- og Garðasóknum. Sr. Hans Guðberg Alfreðsson og Margrét Gunnarsdóttir djákni sjá um þjónustuna og Garðakórinn syngur undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar. Að lokinni guðsþjónustu syngur Gaflarakórinn undir stjórn Kristjönu Þ. Ásgeirsdóttur. Að dagskrá lokinni verða veitingar í boði Víðistaðasóknar.
Sunnudagur 8. janúar:
Sunnudagaskóli kl. 11:00
Fjölbreytt og skemmtileg stund í umsjá Maríu og Bryndísar fyrir alla fjölskylduna. Hressing í safnaðarsal eftir stundina. Verið velkomin!