Messuþjónar í Víðistaðakirkju

Svokallaðir messuhópar hafa verið starfræktir í Víðistaðakirkju um margra ára skeið. Hugmyndin að baki þeim er sú að auka með því þátttöku safnaðarfólks í helgihaldinu og að það verði sýnilegra í öllum þáttum þess. Messuþjónastarfið er skemmtilegt og gefandi sjálfboðastarf.

Síðastliðinn vetur störfuðu um 16-18 sjálfboðaliðar, fólk á öllum aldri, í fjórum messuhópum í Víðistaðakirkju, auk fermingarbarna sem einnig sinna messuþjónustu. Hver hópur mætir að jafnaði í fimmtu hverja messu og sjá messuþjónarnir um ákveðna þætti hennar. Þannig taka þeir á móti safnaðarfólki við kirkjudyr, afhenda sálmabækur og messuskrár, taka þátt í að biðja kirkjubænir og aðstoða við útdeilingu sakramentisins.

Messuþjónar eru einnig til taks fyrir prest og kirkjuvörð ef á þarf að halda, hella upp á kirkjukaffi og hjálpa til við að ganga frá eftir messu. Messuþjónum standa líka til boða ýmis námskeið og fræðsla um trú og kirkjustarf.

Starf messuþjóna í Víðistaðakirkju er tilboð til þeirra sóknarbarna sem vilja virkja þátttöku í starfi hennar á sínum forsendum. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu verkefni geta haft samband við prest kirkjunnar, séra Braga J. Ingibergsson í síma 565-2050/894-7173 eða með netpósti srbragi@vidisadakirkja.is.

Skráningarhnappur.texti

Fermingarnámskeið

Fermingarundirbúningur fyrir börn sem hyggjast fermast í Víðistaðakirkju vorið 2017 hefst með sumarnámskeiði í næstu viku, dagana 15. – 18. ágúst. Dagskrá námskeiðsins hefst alla dagana kl. 9:00 að morgni og stendur yfir til kl. 12:00. Sjá nánar um tilhögun námskeiðsis á fermingarsíðunni.

Enn er hægt að skrá sig, annað hvort með því að smella á hnappinn hér að neðan  eða mæta á námskeiðið og skrá sig á staðnum:

Skráningarhnappur.texti