Fyrsta fermingarmessan verður á sunnudaginn 13. mars kl. 10:30. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Antoníu Hevesi. Sóknarprestur fermir. Nöfn fermingarbarnanna.
Æskulýðsdagurinn 6. mars:
Fjölskylduhátíð kl. 11:00
Um tónlistina sjá Antonía Hevesi, sem leysir tímabundið af sem organisti kirkjunnar, og dóttir hennar Fanný Lísa Hevesi sem syngur og spilar á fiðlu. Þá munu þær María og Bryndís, umsjónarkonur sunnudagaskólans leiða söng með börnunum og sóknarprestur þjóna fyrir altari. Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna.
Kaffi, djús og kex eftir guðsþjónustu. Verið velkomin!
Sunnudagurinn 28. febrúar:
Guðsþjónusta kl. 11:00
Árleg kirkjuferð Frímúrarastúkunnar Hamars í Hafnarfirði. Drengjakór Hamars syngur undir stjórn Guðjóns Halldórs Óskarssonar, sr. Þórhallur Heimisson þjónar fyrir altari, Ólafur Magnússon prédikar og fleiri frímúrarabræður aðstoða við þjónustuna. Allir velkomnir!
Sunnudagaskólinn kl. 11:00
Fjölbreytt dagskrá fyrir börn á öllum aldri í umsjá Maríu og Bryndísar. Hressing í safnaðarsal á eftir. Verið velkomin!
Konudagurinn 21. febrúar:
Tónlistarguðsþjónusta kl. 11:00
Kvennakór Hafnarfjarðar syngur undir stjórn Ernu Guðmundsdóttur. Sr. Hulda Hrönn Helgadóttir settur héraðsprestur þjónar. Boðið verður upp á veitingar í safnaðarheimilinu að guðsþjónustu lokinni.
Sunnudagaskólinn kl. 11:00
Að venju fer sunnudagaskólinn fram uppi í suðursal. Boðið er upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá fyrir börn á öllum aldri. Veitingar í safnaðarsalnum á eftir. Umsjón hafa María og Bryndís.
1. sunnudagur í föstu 14. febrúar:
Guðsþjónusta kl. 11:00
Kór Víðiðstaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur. Sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna kirkjunnar. Samvera með foreldrum fermingarbarna eftir messu.
Sunnudagaskólinn kl. 11:00
Fjölbreytt dagskrá fyrir börn á öllum aldri, fer fram uppi í suðursal kirkjunnar. Umsjón hafa María og Bryndís.
Sunnudagurinn 31. janúar:
Messa kl. 11:00
Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur organista og sóknarprestur Bragi J. Ingibergsson þjónar með aðstoð messuþjóna. Kaffi, djús og kex í safnaðarheimiliu á eftir.
Sunnudagaskóli kl. 11:00
Fjölbreytt dagskrá og skemmtileg stund fyrir börn á öllum aldri. Kaffi, djús og kex í safnaðarheimiliu á eftir. Umsjón: María og Bryndís.
Sunnudagurinn 24. janúar:
Tónlistarguðsþjónusta kl. 11:00
Við fáum góða gesti í tónlistarguðsþjónustuna á sunnudaginn, en Karlakórinn Þrestir syngur, að þessu sinni undir stjórn Bjarna Jónatanssonar. Sr. Hulda Hrönn M. Helgadóttir settur héraðsprestur þjónar með aðstoð messuþjóna kirkjunnar. Kaffi, djús og kex í safnaðarsalnum eftir guðsþjónustu.
Sunnudagaskóli kl. 11:00
Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá verður í boði í sunnudagaskólanum að venju, söngur, sögur og fleira skemmtilegt fyrir börn á öllum aldri í umsjón Maríu og Bryndísar. Kaffi, djús og kex í safnaðarsalnum að sunnudagaskóla loknum.
Síðasti sunnudagur eftir þréttánda, 17. janúar:
Guðsþjónusta kl. 11:00
Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur organista og sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna.
Sunnudagaskóli kl. 11:00
Fjölbreytt og skemmtileg stund í umsjá Maríu og Bryndísar, fer fram uppi í suðursal kirkjunnar. Hver veit nema NebbiNú komi í heimsókn.
Kaffi og djús í safnaðarsal að guðsþjónustum loknum.
Verið velkomin!
Barnakór Víðistaðakirkju
Æfingar hjá barnakórnum hefjast næsta fimmtudag, þann 14. janúar kl. 14:30.
Æfingarnar eru opnar öllum börnum 8 ára og eldri og ekkert kostar að vera í kórnum. Nýjir félagar eru velkomnir inn í kórinn!
Ýmislegt spennandi er framundan og er þá fyrst að nefna að Friðrik Dór söngvari mun heimsækja kórinn og syngja með þeim í fjölskyldumessu sunnudaginn 8. febrúar.