Fermingarundirbúningur fyrir þau börn sem hyggjast fermast í Víðistaðakirkju vorið 2016 hefst með sumarnámskeiði í næstu viku, dagana 17. – 20. ágúst. Dagskrá námskeiðsins hefst hvern þessara daga kl. 9:00 að morgni og stendur yfir til kl. 12:00, nema síðasta daginn er því lýkut um kl. 11:00. Sjá nánar um tilhögun námskeiðsis á fermingarsíðunni.
Sameiginleg hjólreiðamessa með söfnuðum í Hafnarfirði og Garðabæ.
Sjá nánar hér: http://kirkjan.is/gardasokn/skraarsofn/gardasokn/2015/05/Hjólreiðamessa-2-mynd.jpg
Fermingardagar 2016
Nú eru skráningar hafnar fyrir fermingar vorið 2016. Send hafa verið út dreifibréf ásamt skráningarblöðum til barna í Víðistaðasókn sem fædd eru árið 2002 og foreldra þeirra. Þau sem hyggjast fermast í Víðistaðakirkju geta komið útfylltum skráningarblöðum í kirkjuna eða sent á póstfangið srbragi@vidistadakirkja.is.
Hér má sjá fermingardagana 2016 og nálgast skráningarform í Word eða PDF formi.
Fermingarstarfið verður fjölbreytt og skemmtilegt og verður kynnt ítarlega síðla sumars, en það hefst með sumarnámskeiði þann 17. ágúst nk.
Helgistund á hvítasunnudag kl. 11:00
Lilja Guðmundsdóttir leiðir söng við undirleik Helgu Þórdísar organista. Séra Halldór Reynisson þjónar fyrir altari.
Allir hjartanlega velkomnir
Aðalsafnaðarfundur Víðistaðasóknar
Aðalsafnaðarfundur Víðistaðasóknar verður haldinn 10. maí 2015 að lokinni guðsþjónustu kl. 12.
Á dagskrá eru venjuleg málefni aðalsafnaðarfundar og kosningar í sóknarnefnd.
Guðsþjónusta sunnudaginn 3. maí kl. 11:00
Félagar úr Kór Víðistaðakirkju leiða sönginn undir stjórn Helgu Þórdísar. Sr Hulda Hrönn Helgadóttir þjónar.
Kaffi eftir guðsþjónustuna.
Sumarið kemur í Víðistaðakirkju…
Sumardagurinn fyrsti: Skátamessa kl. 13
Prestur: Sr. Halldór Reynisson
Ræðumaður: Linda Hrönn Þórisdóttir
Hljóðfæraleikari: Helga Þórdí Guðmundsdóttir
Söngfólk úr Skátakórnum aðstoðar.
Sunnudagurinn 26. apríl: Fjölskyldustund – blómamessa kl. 11
Barnakórinn syngur undir stjórn Helgu Þórdísar organista.
Börnin í barnastarfinu sýna leikrit.
Á eftir förum við út grillum pylsur, förum í leiki og fáum að fara á hestbak.
Kirkjan er blómum skrýdd í tilefni af sumarkomunni.