kirkja

Guðsþjónusta og sunnudgaskóli á sunnudag kl. 11:00

kirkjaVið höldum inn í haustið…

Nú er allt að fara í fullan gang í kirkjustarfinu í Víðistaðakirkju þetta haustið og nýlega voru hér hressir krakkar á fermingarnámskeiði. Fastir liðir verða á sínum stað í safnaðarstarfinu en um leið munum við brydda upp á ýmsu nýju.

Á sunnudaginn 7. september byrjum við með sunnudagaskólann kl. 11 – mikið fjör, mikið gaman.

Á sama tíma eða kl. 11 er líka fyrsta guðsþjónusta haustsins, sr. Halldór Reynisson þjónar, en hann mun leysa sr. Braga af í vetur. Félagar úr kór kirkjunnar leiða svo sönginn undir stjórn Helgu Þórdísar organista en á eftir bjóðum við upp á molasopa.

Verið öll velkomin og takið börnin með, afa og ömmu líka!

barnakór 2014 washed

Barnakórinn æfir á þriðjudögum kl. 14.15

Æfingar hjá barnakór Víðistaðakirkju eru á þriðjudðgum kl. 14.15 – 15.00* (stundum lengur) og hefjast næstkomandi þriðjudag 9. september.

Börn 8-12 ára (3.-6. bekk) eru velkomin í kórinn.   Skráningarblöð liggja frammi í kirkju og má finna á heimasíðu kirkjunnar. Hægt að prenta þau út og koma með kirkjuna eða senda,  sem viðhengi á netfang kórstjóra, helga@vidistadakirkja.is.    (Líka má senda beint á kórstjóra upplýsingar um barn og símanúmer og netföng foreldra).

*(Ath. stundum eru eldri börnin aðeins lengur á æfingum, ef verið er að kenna sérstaklega röddun, við erum líka lengur ef við erum með verðlaunadaga sem eru nokkrum sinnum yfir veturinn, en upplýsingar um það eru alltaf sendar foreldrum í tölvupósti, því er mikilvægt að börnin séu skráð í kórinn).

Ekkert kostar fyrir börnin að vera í barnakórnum.

Allar nánari upplýsingar eru hjá kórstjóra, Helgu Þórdísi Guðmundsdóttur á netfangi eða í síma 8683110.

barnakór 2014 washed

Sjómannadagsmessa

Á sjómannadaginn sem er sunnudaginn 1. júní nk. verður sjómannadagsmessa Hafnfirðinga hér í Víðistaðakirkju. Kl. 10:30 verður blómsveigur lagður við minnismerki um horfna sjómenn “Altari sjómannsins” framan við kirkjuna og guðsþjónustan hefst svo kl. 11:00. Norskur gestakór syngur ásamt Kirkjukór Víðistaðasóknar. Organisti er Helga Þórdís Guðmundsdóttir og sóknarprestur þjónar fyrir altari og prédikar. Verið velkomin!

Skráning fyrir fermingar 2015

Skráning er hafin fyrir fermingar vorið 2015. Sent hefur verið bréf í hefðbundnum pósti til allra barna í Víðistaðasókn sem fædd eru árið 2001 – óháð trúfélagsaðild – til kynningar á fermingarstarfi Víðistaðakirkju. Með bréfinu fylgir skráningarblað sem foreldrar þeirra barna sem hyggjast fermast í kirkjunni að ári eru beðnir um að fylla út og koma til skila sem fyrst. tekið verður á móti skráningum eftir guðsþjónustu á sunnudaginn kemur 25. maí sem hefst kl. 20:00. Einnig er hægt að koma með skráningarblöðin í kirkjuna hvenær sem er, senda í pósti eða netpósti á srbragi@vidistadakirkja.is. Hægt að nálgast skráningarformið hér.