Unnur Birna Björnsdóttir og Jóhann Vignir Vilbergsson sjá um tónlistina. Guðsþjónustunni stýrir María Gunnarsdóttir guðfræðingur.
Siggi og Hafdís sjá um sunnudagaskólann. Mikið fjör – mikið gaman!
Molasopi á eftir.
Allir hjartanlega velkomnir
Fjölskylduguðsþjónusta er í Víðistaðakirkju sunnudaginn 14. sept kl. 11:00. María og Siggi leiða sunnudagaskólann, Helga Þórdís sér um tónlistina og sr. Halldór leiðir stundina.
Vertu velkominn. Heitt á könnunni eftir stundina 🙂
Nú er allt að fara í fullan gang í kirkjustarfinu í Víðistaðakirkju þetta haustið og nýlega voru hér hressir krakkar á fermingarnámskeiði. Fastir liðir verða á sínum stað í safnaðarstarfinu en um leið munum við brydda upp á ýmsu nýju.
Á sunnudaginn 7. september byrjum við með sunnudagaskólann kl. 11 – mikið fjör, mikið gaman.
Á sama tíma eða kl. 11 er líka fyrsta guðsþjónusta haustsins, sr. Halldór Reynisson þjónar, en hann mun leysa sr. Braga af í vetur. Félagar úr kór kirkjunnar leiða svo sönginn undir stjórn Helgu Þórdísar organista en á eftir bjóðum við upp á molasopa.
Verið öll velkomin og takið börnin með, afa og ömmu líka!
Æfingar hjá barnakór Víðistaðakirkju eru á þriðjudðgum kl. 14.15 – 15.00* (stundum lengur) og hefjast næstkomandi þriðjudag 9. september.
Börn 8-12 ára (3.-6. bekk) eru velkomin í kórinn. Skráningarblöð liggja frammi í kirkju og má finna á heimasíðu kirkjunnar. Hægt að prenta þau út og koma með kirkjuna eða senda, sem viðhengi á netfang kórstjóra, helga@vidistadakirkja.is. (Líka má senda beint á kórstjóra upplýsingar um barn og símanúmer og netföng foreldra).
*(Ath. stundum eru eldri börnin aðeins lengur á æfingum, ef verið er að kenna sérstaklega röddun, við erum líka lengur ef við erum með verðlaunadaga sem eru nokkrum sinnum yfir veturinn, en upplýsingar um það eru alltaf sendar foreldrum í tölvupósti, því er mikilvægt að börnin séu skráð í kórinn).
Ekkert kostar fyrir börnin að vera í barnakórnum.
Allar nánari upplýsingar eru hjá kórstjóra, Helgu Þórdísi Guðmundsdóttur á netfangi eða í síma 8683110.
Sr Bragi Ingibergsn þjónar fyrir altari og Helga Þórdís sér um tónlistina.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Helgstund verður í Víðistaðakirkju sunnudaginn 15. júní kl. 20:00 og mun þá Anna Sigga Helgaóttir syngja fyrir kirkjugesti og sr. Bragi þjóna.
Á sjómannadaginn sem er sunnudaginn 1. júní nk. verður sjómannadagsmessa Hafnfirðinga hér í Víðistaðakirkju. Kl. 10:30 verður blómsveigur lagður við minnismerki um horfna sjómenn “Altari sjómannsins” framan við kirkjuna og guðsþjónustan hefst svo kl. 11:00. Norskur gestakór syngur ásamt Kirkjukór Víðistaðasóknar. Organisti er Helga Þórdís Guðmundsdóttir og sóknarprestur þjónar fyrir altari og prédikar. Verið velkomin!
Guðsþjónustan á sunnudaginn kemur verður kl. 20:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur og sóknarprestur þjónar. Að lokinni guðsþjónustu verður tekið á móti skráningarblöðum vegna ferminga næsta árs.