Kirkja fjallræðunnar
Víðistaðakirkja
Vakir æ við Víðistaðatún,
veitir jafnan athvarf, skjól og hlíf,
kirkjan fagra hátt við hraunsins brún,
horfir yfir vegferð manns og líf.
Viðburðir
Sunnudagur 24. nóvember
Sunnudagaskóli kl. 11:00. Skemmtileg stund í umsjá Ísabellu og Helga. Guðsþjónusta kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars organista og sr. Bragi sóknarprestur
Sunnudagur 17. nóvember
Tónlistarguðsþjónusta kl. 11:00. Gaflarakórinn syngur undir stjórn Kristjönu Þ. Ásgeirsdóttur og Sveinn Arnar organisti leikur undir. Sr. Sigurður Kr. Sigurðsson oþjónar fyrir altari og prédikar.
Skagfirðingamessa
Skagfirðingamessa kl. 11:00. Kór Skagfirðinga syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organista, sr. Stefán Már Gunnlaugsson héraðsprestur þjónar fyrir altari og Valgerður Erlingsdóttir flytur hugleiðingu.
Sunnudagaskóli
Sunnudagaskóli kl. 11:00 í umsjá Ísabellu og Helga. Skemmtileg stund fyrir börn á öllum aldri, fer fram uppi í suðursal. Verið velkomin!
Jólakortasmiðja
Jólakortasmiðja laugardaginn 9. nóv. kl. 11:00. Smiðja fyrir alla fjölskylduna til að vinna saman að gerð fallegra jólakorta úr efni sem fellur til í kirkjunni.
Kótilettukvöld
Kótilettukvöld í safnaðarheimilinu föstudaginn 8. nóv. kl. 19:00. Verð kr. 5.000,- Pantanir sendist á netfangið kirkjuvordur@vidistadakirkja.is Takmarkaður sætafjöldi í boði.
Fréttir
Aðalsafnaðarfundur
Aðalsafnaðarfundur verður haldinn sunnudaginn 30. maí nk. kl. 18:00. Á dagskrá fundarins verða venjuleg aðalfundarstörf. Að loknum fundi verður svo dægurlagamessa í kirkjunni kl. 20:00. Verið velkomin!
Nýr kirkjuvörður
Ný kirkjuvörður, Benedikt Sigurðsson, hefur hafið störf í Víðistaðakirkju. Benedikt mun jafnframt verða með í að leiða og byggja upp æskulýðsstarfið hjá okkur á komandi hausti. Benedikt er á 1.ári í guðfræði og mun stunda það nám samhliða starfi í Víðistaðakirkju. Benedikt hefur varið mest af sínum starfsferli fyrir vestan, í Bolungarvík og á Ísafirði en fluttist nýverið suður heiðar. Starfsferillinn spannar m.a. kennslu við Grunnskóla Ísafjarðar, íþróttaþjálfun, tónlistarflutning og starf sem forstöðumaður Félagsheimilis Bolungarvíkur
Skráning í fermingu 2022
Skráning í fermingu vorið 2022 er hafin hér á skráningarvef Víðistaðakirkju – og er þá um leið skráning í fermingarstarfið sem hefst næsta haust. Ef þörf er frekari upplýsinga er hægt að hafa samband við sóknarprestinn Braga srbragi@vidistadakirkja.is
Viðburðir
Sunnudagur 24. nóvember
Sunnudagaskóli kl. 11:00. Skemmtileg stund í umsjá Ísabellu og Helga. Guðsþjónusta kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars organista og sr. Bragi sóknarprestur
Sunnudagur 17. nóvember
Tónlistarguðsþjónusta kl. 11:00. Gaflarakórinn syngur undir stjórn Kristjönu Þ. Ásgeirsdóttur og Sveinn Arnar organisti leikur undir. Sr. Sigurður Kr. Sigurðsson oþjónar fyrir altari og prédikar.
Skagfirðingamessa
Skagfirðingamessa kl. 11:00. Kór Skagfirðinga syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organista, sr. Stefán Már Gunnlaugsson héraðsprestur þjónar fyrir altari og Valgerður Erlingsdóttir flytur hugleiðingu.
Sunnudagaskóli
Sunnudagaskóli kl. 11:00 í umsjá Ísabellu og Helga. Skemmtileg stund fyrir börn á öllum aldri, fer fram uppi í suðursal. Verið velkomin!
Jólakortasmiðja
Jólakortasmiðja laugardaginn 9. nóv. kl. 11:00. Smiðja fyrir alla fjölskylduna til að vinna saman að gerð fallegra jólakorta úr efni sem fellur til í kirkjunni.
Kótilettukvöld
Kótilettukvöld í safnaðarheimilinu föstudaginn 8. nóv. kl. 19:00. Verð kr. 5.000,- Pantanir sendist á netfangið kirkjuvordur@vidistadakirkja.is Takmarkaður sætafjöldi í boði.
Fréttir
Blómasala
Árleg blómasala Systrafélags Víðistaðakirkju hefst á morgun 28. maí og stendur yfir til 5. júní – og er opin milli 11:00 og 18:00 alla dagana. Sjá nánar í auglýsingu.
Aðalsafnaðarfundur
verður haldinn í safnaðarheimili kirkjunnar strax að lokinni guðsþjónustu sem hefst kl. 11:00 sunnudaginn 17. maí nk. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Safnaðarfólk er hvatt til að mæta.
Fermingum frestað
Vegna sakomubanns næstu 4 vikur verður fyrirhuguðum fermingarathöfnum 29. mars, 5. apríl og 9. apríl frestað til hausts. Fermt verður 30. ágúst og 6. september og hefjast athafnirnar kl. 10:30. Tekið skal skýrt fram að allir fá að fermast á þeim degi sem valinn er.
Samkomubann
Í ljósi nýjustu tíðinda frá heilbrigðisyfirvöldum um samkomubann vegna Covid-19 veirunnar í 4 vikur frá og með 15. mars nk. hefur verið ákveðið að fella helgihald niður hér í Víðistaðakirkju frá og með sama degi og fram yfir páska. Jafnvel þó að guðsþjónustur þurfi ekki að falla undir bannið nema þær fjölmennari, þá hlýtur það að vera skylda kirkjunnar sem samfélags að styðja aðgerðir yfirvalda við að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar með því m.a. að stefna ekki fólki saman á slíkum óvissutímum og sýna þannig ábyrgð í verki. Fermingarathöfnum, sem fyrirhugaðar voru 29. mars, 5. apríl og 9. apríl, verður frestað til 30. ágúst og 6. september. Uppfært 14. mars: Skömmu eftir birtingu tilkynningarinnar hér að ofan barst eftirfarandi fréttatilkynning frá Biskupi Íslands sem byggir undir þá ákvörðun sem tekin var: Messuhald og fermingar falla niður í vor vegna samkomubanns. Í samhljóðan við ákvörðun stjórnvalda sem kynnt var á upplýsingafundi forsætisráðherra rétt í þessu um samkomubann vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar hefur biskup Íslands sent út eftirfarandi tilkynningu. Allt messuhald og vorfermingar falla niður í Þjóðkirkjunni. Ákvörðunin er tekin með almannaheill í huga og gildir á meðan samkomubann er í gildi. Ekki er ljóst á þessari stundu hvenær farið verður af stað aftur með hefðbundið starf. Ákvörðun biskups Íslands verður endurskoðuð í samhengi við frekari ákvarðanir stjórnvalda. Hins vegar verður streymt frá messuhaldi á netinu þann tíma sem almennt messuhald fellur niður. Prestar landsins halda áfram að gegna mikilvægri sálgæsluþjónustu með öllum þeim varúðarsjónarmiðum sem landlæknir hefur gefið út. Boð þess efnis fóru frá biskupi Íslands út til presta rétt í þessu. Ljóst er að þessi ákvörðun setur þann einstaka viðburð sem ferming er hverjum einstaklingi og fjölskyldu hans í erfiða stöðu. Fermingardagur er tímamótaviðburður í lífi einstaklinga – um leið er dagurinn oft mikið ættar- og vinamót. Þetta er
Föst dagskrá í kirkjunni
Mánudagar
19:00
Systrafélag Víðistaðakirkju, fundir/samverur
Þriðjudagar
11:00 – 12:00 Viðtalstími sóknarprests
19:30 Æfing kirkjukórs
Miðvikudagar
11:00 – 12:00
Viðtalstími sóknarprests
12:10
Kyrrðar- og fyrirbænastund
12:30 – 13:00
Léttur málsverður í safnaðarheimilinu
17:30 – 19:00
Sóknarnefndarfundur annan miðvikudag í mánuði.
Fimmtudagar
11:00 – 12:00 Viðtalstími sóknarprests
12:00 – 13:00 NSU-fundur einu sinni í mánuði.
13:30 Æfing barnakórs: 2 hópar
15:15 Fermingarfræðsla
Föstudagar
11:00 – 12:00 Viðtalstími sóknarprests
20:00 – GA-fundur
Laugardagar
11:00 Coda-fundur