Kirkja fjallræðunnar
Víðistaðakirkja
Vakir æ við Víðistaðatún,
veitir jafnan athvarf, skjól og hlíf,
kirkjan fagra hátt við hraunsins brún,
horfir yfir vegferð manns og líf.
Viðburðir
Sunnudagur 24. nóvember
Sunnudagaskóli kl. 11:00. Skemmtileg stund í umsjá Ísabellu og Helga. Guðsþjónusta kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars organista og sr. Bragi sóknarprestur
Sunnudagur 17. nóvember
Tónlistarguðsþjónusta kl. 11:00. Gaflarakórinn syngur undir stjórn Kristjönu Þ. Ásgeirsdóttur og Sveinn Arnar organisti leikur undir. Sr. Sigurður Kr. Sigurðsson oþjónar fyrir altari og prédikar.
Skagfirðingamessa
Skagfirðingamessa kl. 11:00. Kór Skagfirðinga syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organista, sr. Stefán Már Gunnlaugsson héraðsprestur þjónar fyrir altari og Valgerður Erlingsdóttir flytur hugleiðingu.
Sunnudagaskóli
Sunnudagaskóli kl. 11:00 í umsjá Ísabellu og Helga. Skemmtileg stund fyrir börn á öllum aldri, fer fram uppi í suðursal. Verið velkomin!
Jólakortasmiðja
Jólakortasmiðja laugardaginn 9. nóv. kl. 11:00. Smiðja fyrir alla fjölskylduna til að vinna saman að gerð fallegra jólakorta úr efni sem fellur til í kirkjunni.
Kótilettukvöld
Kótilettukvöld í safnaðarheimilinu föstudaginn 8. nóv. kl. 19:00. Verð kr. 5.000,- Pantanir sendist á netfangið kirkjuvordur@vidistadakirkja.is Takmarkaður sætafjöldi í boði.
Fréttir
Sumarkirkjan
Sumarkirkjan er samstarfsverkefni kirkna í Hafnarfirði og Garðabæ: Víðistaðakirkju, Hafnarfjarðarkirkju, Ástjarnarkirkju, Fríkirkjunnar í Hafnarfirði, Vídalínskirkju og Bessastaðakirkju. Undir heiti Sumarkirkjunnar verður boðið upp á sameiginlegar guðsþjónustur í Garðakirkju á Álftanesi alla sunnudaga í júní, júlí og ágúst kl. 11:00 – og koma þær í stað helgihalds í fyrrnefndum kirkjum nema í sérstökum tilvikum. Eftir messur verður boðið upp á kaffisamveru í hlöðunni á Króki.
Síðasti séns
Blómasala Systrafélagsins hefur gengið mjög vel en henni lýkur á morgun 5. júní. Það er því síðasti séns að ná sér í falleg sumarblóm 🌼🌸🌺 Og nú í dag er einmitt veðrið til þess að mæta á planið við Víðistakirkju, kaupa blóm og fegra garðinn 🙂
Blómasala
Árleg blómasala Systrafélags Víðistaðakirkju hefst á morgun 28. maí og stendur yfir til 5. júní – og er opin milli 11:00 og 18:00 alla dagana. Sjá nánar í auglýsingu.
Viðburðir
Sunnudagur 24. nóvember
Sunnudagaskóli kl. 11:00. Skemmtileg stund í umsjá Ísabellu og Helga. Guðsþjónusta kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars organista og sr. Bragi sóknarprestur
Sunnudagur 17. nóvember
Tónlistarguðsþjónusta kl. 11:00. Gaflarakórinn syngur undir stjórn Kristjönu Þ. Ásgeirsdóttur og Sveinn Arnar organisti leikur undir. Sr. Sigurður Kr. Sigurðsson oþjónar fyrir altari og prédikar.
Skagfirðingamessa
Skagfirðingamessa kl. 11:00. Kór Skagfirðinga syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organista, sr. Stefán Már Gunnlaugsson héraðsprestur þjónar fyrir altari og Valgerður Erlingsdóttir flytur hugleiðingu.
Sunnudagaskóli
Sunnudagaskóli kl. 11:00 í umsjá Ísabellu og Helga. Skemmtileg stund fyrir börn á öllum aldri, fer fram uppi í suðursal. Verið velkomin!
Jólakortasmiðja
Jólakortasmiðja laugardaginn 9. nóv. kl. 11:00. Smiðja fyrir alla fjölskylduna til að vinna saman að gerð fallegra jólakorta úr efni sem fellur til í kirkjunni.
Kótilettukvöld
Kótilettukvöld í safnaðarheimilinu föstudaginn 8. nóv. kl. 19:00. Verð kr. 5.000,- Pantanir sendist á netfangið kirkjuvordur@vidistadakirkja.is Takmarkaður sætafjöldi í boði.
Fréttir
Föst dagskrá í kirkjunni
Mánudagar
19:00
Systrafélag Víðistaðakirkju, fundir/samverur
Þriðjudagar
11:00 – 12:00 Viðtalstími sóknarprests
19:30 Æfing kirkjukórs
Miðvikudagar
11:00 – 12:00
Viðtalstími sóknarprests
12:10
Kyrrðar- og fyrirbænastund
12:30 – 13:00
Léttur málsverður í safnaðarheimilinu
17:30 – 19:00
Sóknarnefndarfundur annan miðvikudag í mánuði.
Fimmtudagar
11:00 – 12:00 Viðtalstími sóknarprests
12:00 – 13:00 NSU-fundur einu sinni í mánuði.
13:30 Æfing barnakórs: 2 hópar
15:15 Fermingarfræðsla
Föstudagar
11:00 – 12:00 Viðtalstími sóknarprests
20:00 – GA-fundur
Laugardagar
11:00 Coda-fundur