Kirkja fjallræðunnar

Víðistaðakirkja

Vakir æ við Víðistaðatún,

veitir jafnan athvarf, skjól og hlíf,

kirkjan fagra hátt við hraunsins brún,           

horfir yfir vegferð manns og líf.

Viðburðir

Hvítasunnudagur 28. maí

Hátíðarhelgistund á hvítasunnudagskvöld kl. 20:00. Félagar úr Kór Víðistaðasóknar syngja undir stjórn Ólafs W. Finnssonar og sr. Sighvatur Karlsson þjónar fyrir altari. Verið velkomin!

Lesa meira

Vorkvöld við Víðistaðatún

Sameiginlegir tónleikar norska kórsins John Tinnics frá Kristiansand í Noregi og Kórs Víðistaðasóknar kl. 20:00 föstudaginn 19. maí. John Tinnics er blandaður kór með 20

Lesa meira

Uppstigningardagur 18. maí

Sameiginleg guðsþjónusta Víðistaðasóknar og Hafnarfjarðarsóknar á degi eldri borgara 18. maí kl. 14:00. Gaflarakórinn syngur undir stjórn Kristjönu Þ. Ásgeirsdóttur og Sveinn Arnar Sæmundsson organisti

Lesa meira

Sunnudagurinn 14. maí

Guðsþjónusta kl. 11:00. Gregorskórinn Cantores Islandiae syngur undir stjórn Ágústs Inga Ágústssonar – og sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna kirkjunnar. Aðalsafnaðarfundur hefst að lokinni guðsþjónustu

Lesa meira

Fjölskyldu- og vorhátíð

Sunnudaginn 7. maí kl. 11:00 höldum við fjölskyldu- og vorhátíð hér í Víðistaðakirkju. Barnakór kirkjunnar syngur undir stjórn Sveins Arnars og Benni Sig leiðir stundina.

Lesa meira

Söngvahátíð barnakóra

Á Sumardaginn fyrsta 20. apríl kl. 13.00 syngja barna- og unglingakórar við 7 kirkjur fjörug sálma-, vor- og sumarlög í Víðistaðakirkju . Alls eru þetta

Lesa meira

Fréttir

Vetrardagar í Víðistaðakirkju

Dagskrá Vetrardaga í Víðistaðakirkju hefst á sunnudaginn kemur, þann 24. okt. kl. 11:00 með tónlistarguðsþjónustu (sjá viðburði). Í vikunni næstu verður svo boðið upp á ýmsa afar áhugaverða viðburði og má þar nefna kaffihúsa- og menningarkvöld kirkjukórsins á þriðjudagskvöldið, leiksýningu Kómedíuleikhússins um Gísla á Uppsölum á fimmtudagskvöldið, tónlistardag barnanna þar sem Þorri og Þura koma í heimsókn á föstudaginn og ýmislegt fleira. Enginn aðgangseyrir er á viðburðina. Sjá nánar í dagskrá Vetrardaga.

Lesa meira »

Kyrrðarstundir

Kyrrðarstundir hefjast á ný miðvikudaginn 6. október og verða á hverjum miðvikudegi fram að aðventu kl. 12:10. Boðið verður upp á súpu og brauð á eftir í safnaðarheimilinu. Sjá nánar hér.

Lesa meira »

Viðburðir

Bragi Ingibergsson

Hvítasunnudagur 28. maí

Hátíðarhelgistund á hvítasunnudagskvöld kl. 20:00. Félagar úr Kór Víðistaðasóknar syngja undir stjórn Ólafs W. Finnssonar og sr. Sighvatur Karlsson þjónar fyrir altari. Verið velkomin!

Lesa meira
Bragi Ingibergsson

Vorkvöld við Víðistaðatún

Sameiginlegir tónleikar norska kórsins John Tinnics frá Kristiansand í Noregi og Kórs Víðistaðasóknar kl. 20:00 föstudaginn 19. maí. John Tinnics er blandaður kór með 20

Lesa meira
Bragi Ingibergsson

Uppstigningardagur 18. maí

Sameiginleg guðsþjónusta Víðistaðasóknar og Hafnarfjarðarsóknar á degi eldri borgara 18. maí kl. 14:00. Gaflarakórinn syngur undir stjórn Kristjönu Þ. Ásgeirsdóttur og Sveinn Arnar Sæmundsson organisti

Lesa meira
Bragi Ingibergsson

Sunnudagurinn 14. maí

Guðsþjónusta kl. 11:00. Gregorskórinn Cantores Islandiae syngur undir stjórn Ágústs Inga Ágústssonar – og sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna kirkjunnar. Aðalsafnaðarfundur hefst að lokinni guðsþjónustu

Lesa meira
Bragi Ingibergsson

Fjölskyldu- og vorhátíð

Sunnudaginn 7. maí kl. 11:00 höldum við fjölskyldu- og vorhátíð hér í Víðistaðakirkju. Barnakór kirkjunnar syngur undir stjórn Sveins Arnars og Benni Sig leiðir stundina.

Lesa meira
Bragi Ingibergsson

Söngvahátíð barnakóra

Á Sumardaginn fyrsta 20. apríl kl. 13.00 syngja barna- og unglingakórar við 7 kirkjur fjörug sálma-, vor- og sumarlög í Víðistaðakirkju . Alls eru þetta

Lesa meira

Fréttir

Viðgerðir á Víðistaðakirkju

Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum sem átt hefur leið hjá Víðistaðakirkju í sumar að þar hafa verktakar verið að störfum. Löngu tímabær viðgerð og enduruppbygging á þakkanti kirkjunnar fer fram auk viðhaldsvinnu á læstri málmklæðningu á þaki og endurnýjunar á áfellum. Einnig verður skipt um glugga og hurðir sunnan megin í kirkjubyggingunni. Það er Rafblikk ehf í Hafnarfirði sem annast framkvæmd verksins. Að loknu þessu verki standa vonir til að loftun þaks stórbatni og minni hætta verði á leka í kirkjunni, sem því miður nokkuð hefur borið á í gegnum tíðina. Verkið er unnið undir  umsjá og eftirliti verkfræðistofunnar VSB. Áætluð verklok eru 1.september og markar þessi framkvæmd fyrsta áfanga á viðamiklu viðhaldsverkefni sem söfnuðurinn stendur frammi fyrir. Á næsta ári er ráðgert að halda áfram og endurnýja loftaplötur inni í kirkjunni, en þær eru á mörgum stöðum ónýtar vegna rakamyndunar. Einnig þarf að skipta út og endurnýja rakasperru inni í kirkjunni. Heildarkostnaður við þessar framkvæmdir er áætlaður um 70 milljónir og verkefnið er því risavaxið fyrir söfnuðinn. Styrkur til framkvæmdarinnar hefur fengist úr Jöfnunarsjóði sókna á þessu ári, en það er mikið verk fram undan við að fjármagna framhald verksins. Fyrir utan að hýsa eitt merkasta kirkjulistaverk á Íslandi, freskumyndir Baltasar Samper, þá er Víðistaðakirkja einnig samveru og samkomustaður sóknarbarna og allra annarra Hafnfirðinga sem þangað leita. Fjöldi athafna, s.s. funda, tónleika og skólaútskrifta og fleiri viðburða á vegum Hafnarfjarðarbæjar og hinna ýmsu samtaka og félaga, fara fram í Víðistaðakirkju á ári hverju og því er mikilvægt að vel takist til í þessu mikla verkefni.

Lesa meira »

Nýr organisti

Ráðinn hefur verið nýr organisti við Víðistaðakirkju, en Helga Þórdís Guðmundsdóttir sem starfað hefur sem organisti sl. 9 ár lét af störfum nú í sumar er hún tók við stöðu skólastjóra Listaskólans í Mosfellsbæ. Nýi organistinn heitir Sveinn Arnar Sæmundsson, en hann hefur verið organisti og kórstjóri við Akraneskirkju í 20 ár. Sveinn Arnar lauk kantorsprófi frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar árið 2006 og einnig einleikaraprófi í orgelleik árið 2010. Hann hefur hlotið 8. stig í söng og lauk fyrir 2 árum diplómanámi í viðburðastjórnun frá Háskólanum á Hólum. Sveinn Arnar er Skagfirðingur að uppruna og hefur á starfsferli sínum verið organisti í Skagafirði, tónlistarkennari og stjórnað ýmsum kórum m.a. Kammerkór Akraness, Skagfirska Kammerkórnum og Karlakórnum Heimi svo einhverjir séu nefndir. Þá var hann einn af stofnendurm Kalman-listafélagsins á Akranesi árið 2013 sem staðið hefur fyrir fjölda viðburða þar í bæ. Sveinn Arnar var valinn Bæjarlistamaður á Akranesi árið 2012. Er Sveinn Arnar boðinn velkominn til starfa í Víðistaðakirkju.

Lesa meira »

Sumarkirkjan

Sumarkirkjan er samstarfsverkefni kirknanna í Hafnarfirði og Garðabæ, en þær standa að sumarmessum í Garðakirkju á Álftanesi alla sunnudaga kl. 11:00 í júní, júlí og ágúst. Sjá meðfylgjandi dagskrá.

Lesa meira »

Blómasala Systrafélagsins

Hin árlega blómasala Systrafélags kirkjunnar hófst í dag 26. maí kl. 11:00. Við blómasöluna verður kirkjutorgið fullt af lífi og litum og nú við opnunina bættust harmónikutónar við er Benedikt kirkjuvörður lék á nikkuna. Blómasalan er helsta fjáröflun Systrafélagsins og stendur nú yfir til 1. júní nk. eða meðan birgðir endast.

Lesa meira »

Föst dagskrá í kirkjunni

Altari