20220426_114402

Græn kirkja

Þriðjudaginn 26. apríl kom sr. Axel Árnason í heimsókn til okkar í Víðistaðakirkju. Kom hann frá umhverfisnefnd Þjóðkirkjunnar og var erindið að færa okkur staðfestingarskjal þess efnis að Víðistaðakirkja væri nú orðin græn kirkja – undir yfirskriftinni „Græni söfnuðurinn okkar”. Víðistaðakirkja er þá komin í hóp u.þ.b. 20 kirkna sem hafa uppfyllt þau skilyrði sem þarf til að teljast grænn söfnuður. Þetta er sannarlega góður áfangi og hvetjandi í áframhaldandi vinnu að umhverfismálum innan safnaðarins.

EinarAron

Fjölskyldu- og vorhátíð

Sunnudaginn 1. maí kl. 11:00 höldum við fjölskyldu- og vorhátíð hér í Víðistaðakirkju. Við hefjum samveru í kirkjunni með söng og gleði. Sérstakur gestur er Einar Aron töframaður. Eftir stundina grillum við pylsur á kirkjutorginu.Tilvalið fyrir alla fjölskylduna að koma og eiga góða stund með okkur. Verið velkomin!

hraunbúar

Skátamessa

Skátamessa verður á sumardaginn fyrsta 21. apríl kl. 13:00 – á vegum Skátafélagsins Hraunbúa. Félagar úr Skátakórnum sjá um söng undir stjórn Kristjönu Þ. Ásgeirsdóttur og sóknarprestur þjónar fyrir altari. Ræðumaður er Harpa Ósk Valgeirsdóttir. Að lokinni guðsþjónustu verður gengið í skrúðgöngu frá kirkjunni að Thorsplani. Verið velkomin og gleðilegt sumar.

Altari

Hátíðarmessa á páskadag

Hátíðarmessa á páskadagsmorgun kl. 9:30. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars organista og Ari Ólafsson tenór syngur einsöng. Prestur er sr. Bragi J. Ingibergsson. Veitingar í safnaðarsal að messu lokinni. Verið velkomin!

Silhouettes of Three Crosses

Guðsþjónusta

Guðsþjónusta á föstudaginn langa 15. apríl kl. 11:00. Kristín Jóhannesdóttir leikur á orgel og sóknarprestur þjónar. Verið velkomin!

A couple of pigeons with a branch above the baptismal bowl. Design for christening ceremony

Fermingarmessa

Fermingarmessa á skírdag kl. 10:30. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars organista og sóknarprestur þjónar. Verið velkomin!

TEYMI  - PLAGÖT TEMPLATES

Opið hús fyrir flóttafólk

Víðistaðakirkja tekur nú þátt í samstarfsverkefninu “Get together” með Bókasafni Hafnarfjarðar, Hafnarborg, Hafnarfjarðarkirkju og Ástjarnarkirkju – sem felur í sér að skapa aðstöðu fyrir flóttafólk til að koma saman og bjóða jafnframt upp á dagskrá á fyrrnefndum stöðum. Hér í Víðistaðakirkju munum við bjóða upp á opið hús á þriðjudögum kl. 13:00 – 15:00 og sníðum dagskrána sérstaklega að eldri börnum og unglingum. Allt flóttafólk, hvaðan sem það kemur, er að sjálfsögðu velkomið.

Gold, simple and classy baptism symbols. Invitation.

Fermingarmessa

Fermingarmessa pálmasunnudag 10. apríl kl. 10:30. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organista og sr. Bragi J. Ingibergsson sóknarprestur þjónar fyrir altari. Verið velkomin!

Víðistaðakirkja.02b

Sunnudagaskóli

Sunnudagaskóli kl. 10:00 uppi í norðursal kirkjunnar í umsjá Benna og Helgu. Fjölbreytt og skemmtileg stund fyrir börn á öllum aldri. Verið velkomin!