Þriðjudaginn 26. apríl kom sr. Axel Árnason í heimsókn til okkar í Víðistaðakirkju. Kom hann frá umhverfisnefnd Þjóðkirkjunnar og var erindið að færa okkur staðfestingarskjal þess efnis að Víðistaðakirkja væri nú orðin græn kirkja – undir yfirskriftinni „Græni söfnuðurinn okkar”. Víðistaðakirkja er þá komin í hóp u.þ.b. 20 kirkna sem hafa uppfyllt þau skilyrði sem þarf til að teljast grænn söfnuður. Þetta er sannarlega góður áfangi og hvetjandi í áframhaldandi vinnu að umhverfismálum innan safnaðarins.
Fjölskyldu- og vorhátíð
Sunnudaginn 1. maí kl. 11:00 höldum við fjölskyldu- og vorhátíð hér í Víðistaðakirkju. Við hefjum samveru í kirkjunni með söng og gleði. Sérstakur gestur er Einar Aron töframaður. Eftir stundina grillum við pylsur á kirkjutorginu.Tilvalið fyrir alla fjölskylduna að koma og eiga góða stund með okkur. Verið velkomin!
Skátamessa
Skátamessa verður á sumardaginn fyrsta 21. apríl kl. 13:00 – á vegum Skátafélagsins Hraunbúa. Félagar úr Skátakórnum sjá um söng undir stjórn Kristjönu Þ. Ásgeirsdóttur og sóknarprestur þjónar fyrir altari. Ræðumaður er Harpa Ósk Valgeirsdóttir. Að lokinni guðsþjónustu verður gengið í skrúðgöngu frá kirkjunni að Thorsplani. Verið velkomin og gleðilegt sumar.
Fermingarskráning 2023
Skráning í fermingarfræðslu næsta vetur og í fermingu vorið 2023 er hafin í Víðistaðakirkju. Hægt er að skrá sig rafrænt hér.
Hátíðarmessa á páskadag
Hátíðarmessa á páskadagsmorgun kl. 9:30. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars organista og Ari Ólafsson tenór syngur einsöng. Prestur er sr. Bragi J. Ingibergsson. Veitingar í safnaðarsal að messu lokinni. Verið velkomin!
Guðsþjónusta
Guðsþjónusta á föstudaginn langa 15. apríl kl. 11:00. Kristín Jóhannesdóttir leikur á orgel og sóknarprestur þjónar. Verið velkomin!
Fermingarmessa
Fermingarmessa á skírdag kl. 10:30. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars organista og sóknarprestur þjónar. Verið velkomin!
Opið hús fyrir flóttafólk
Víðistaðakirkja tekur nú þátt í samstarfsverkefninu “Get together” með Bókasafni Hafnarfjarðar, Hafnarborg, Hafnarfjarðarkirkju og Ástjarnarkirkju – sem felur í sér að skapa aðstöðu fyrir flóttafólk til að koma saman og bjóða jafnframt upp á dagskrá á fyrrnefndum stöðum. Hér í Víðistaðakirkju munum við bjóða upp á opið hús á þriðjudögum kl. 13:00 – 15:00 og sníðum dagskrána sérstaklega að eldri börnum og unglingum. Allt flóttafólk, hvaðan sem það kemur, er að sjálfsögðu velkomið.
Fermingarmessa
Fermingarmessa pálmasunnudag 10. apríl kl. 10:30. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organista og sr. Bragi J. Ingibergsson sóknarprestur þjónar fyrir altari. Verið velkomin!
Sunnudagaskóli
Sunnudagaskóli kl. 10:00 uppi í norðursal kirkjunnar í umsjá Benna og Helgu. Fjölbreytt og skemmtileg stund fyrir börn á öllum aldri. Verið velkomin!