lotta-raudhetta

Fjör á fjölskylduhátíð

Við fáum góða gesti til okkar á sunnudaginn, þann 8. nóvember kl. 11:00, þegar Leikhópurinn Lotta kemur í heimsókn. Lotta mun flytja söngvasyrpu sem inniheldur öll helstu ævintýrin sem leikhópurinn hefur sett upp og nokkrar af vinsælustu persónunum mæta á svæðið. Sunnudagaskólinn verður líka á sínum stað í umsjá Maríu og Lovísu. Verið velkomin!

lotta-raudhetta

 

Líf mitt í Afríku

Miðvikudagskvöldið 4. nóvember kl. 20:00 segir Sr. Kjartan Jónsson frá lífi sínu og starfi í Afríku, sýnir myndir þaðan og afríska hluti. Skemmtilegur og fræðandi fyrirlestur. Verið velkomin!

28l

Helgihald á allra heilagra messu

28l

Á allra heilagra messu, sunnudaginn 1. nóvember, verður látinna minnst í guðsþjónusta kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur og Dagný Björk Guðmundsdóttir syngur einsöng. Sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna kirkjunnar.

Sunnudagaskólinn verður á sama tímu uppi í suðursal kirkjunnar. Þar verður boðið upp á fjölbreytt dagskrá fyrir börn á öllum aldri. María og Bryndís leiða stundina.

Boðið verður upp á kaffi, djús og kex í elhúsinu að guðsþjónustum loknum.

„Vetrardagar í Víðistaðakirkju” sunnudaginn 25. okt.:

Tónlistarmessa markar upphaf dagskrár „Vetrardaga í Víðiastaðakirkju” og hefst hún kl. 11:00, Kór Öldutúnsskóla syngur undir stjórn Brynhildar Auðbjargardóttur. Sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna.

Sunnudagaskólinn verður svo á sama tíma uppi í suðursal kirkjunnar og er þar boðið upp á fjölbreytta dagskrá að vanda. María og Bryndís leiða stundina.

Að loknum guðsþjónustunum verður boðið upp á veitingar í safnaðarsalnum, þar sem gott tækifæri gefst til að skoða frábæra myndlistarsýningu Eddu Svavarsdóttur.

Listaverkauppboð verður í kennslustofunni kl. 13:00, þar sem boðnar verða upp klippimyndir Maríu Eiríksdóttur. Allur ágóði rennur til neyðaraðstoðar við flóttafólk.

Styrktartónleikar hefjast  svo kl. 20:00. þar kemur fram frábært tónlistarfólk sem flytur tónlist til styrktar flóttafólki: Diddú, Bubbi Morthens, Guðrún Gunnarsdóttir, Ragnar Bjarnason, Þorgeir Ástvaldsson, Bjarni Arason, Ragnheiður Gröndal, Regína Ósk, Svenni Þór, Alma Rut, Hjörtur Howser, Eysteinn Eysteinsson, Hafsteinn Valgarðsson, Alda Dís, Tindatríó, Arnhildur Valgarðsdóttir, Kór Víðistaðasóknar og Helga Þórdís Guðmundsdóttir.  Sjá nánar hér

Miðaverð er kr. 2.900,- og fer miðasala fram á midi.is

Messa og sunnudagaskóli

Á sunnudaginn kemur verður messa kl. 11:00 í kirkjunni. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur og Sr. Hulda Hrönn M. Helgadóttir héraðsprestur þjónar og nýtur aðstoðar messuþjóna kirkjunnar.

Sunnudagaskólinn verður á sama tímu uppi í suðursal kirkjunnar. Þar er m.a. boðið upp á fjölbreytta dagskrá, fjörug lög, falleg orð og NebbiNú kemur kannski í heimsókn! María og Bryndís leiða stundina.

Að loknum sunnudagaskóla og messu verður kaffi, djús og kex í safnaðarsalnum.

krakkar kirkja

FJÖLSKYLDUKRÚTTMESSA

krakkar kirkjaÁ sunnudaginn kemur, þann 11. október, verður Fjölskyldukrúttmessa kl. 11.

Við munum eiga skemmtilega og ánægjulega samverustund þar sem við spilum fjörug lög, heyrum áhugaverða biblíusögu og aldrei að vita nema við sjáum NebbaNú og hjálpum honum úr vandræðum sínum. Barnakór Víðistaðakirkju syngur undir stjórn Helgu Þórdísar. Sem sagt fjölbreytt dagskrá fyrir börn á öllum aldri!

Hlökkum til að sjá ykkur!

Kærleikskveðjur, María, Bryndís og Helga Þórdís.