Hátíðarmessa verður kl. 8:00 á páskadagsmorgni, þann 20. apríl nk. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur og sóknarprestur þjónar fyrir altari og prédikar. Boðið verður upp á veitingar í safnaðarheimilinu að messu lokinni. Verið velkomin!
Guðsþjónusta á föstudaginn langa
Á föstudaginn langa verður guðsþjónusta kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur. Sóknarprestur þjónar fyrir altari.
Fermingarmessa III
Þriðja og síðasta fermingarmessan í vor verður á skírdag þann 17. apríl kl. 10:30. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur og sóknarprestur fermir. Sjá nöfn fermingarbarnanna hér.
Fermingarmessa II
Þá er komið að öðrum fermingarhópnum. Fermt verður í messu á pálmasunnudag 13. apríl kl. 10:30. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur organista og sóknarprestur þjónar. Sjá nöfn fermingarbarnanna hér.
Fermingarmessa I
Fyrsta fermingarmessan verður á sunnudaginn kemur, 6. apríl kl. 10:30. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur organista og sóknarprestur þjónar. Fermd verða – sjá hér.
Fjölskylduhátíð
Fjölskylduhátíð á sunnudaginn kemur, þann 30. mars, kl. 11:00. Barnakór Víðistaðakirkju syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur, sóknarprestur þjónar og nýtur aðstoðar umsjónarfólks sunnudagaskólans. Verið velkomin!
Helgihald 3. sunnudag í föstu
Á sunnudaginn kemur þann 23. mars, sem er þriðji sunnudagur í föstu verður messa kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur, sr. Gunnar Jóhannesson héraðsprestur þjónar fyrir altari og einnig taka messuþjónar þátt að venju. Verið velkomin!
Ragnheiður Gröndal syngur á sunnudaginn
Ragnheiður Gröndal kemur í heimsókn í tónlistarguðsþjónustu á sunnudaginn kemur þann 16. mars kl. 11:00 – og flytur ljúfa og fallega tónlist eftir sjálfa sig og aðra. verið velkomin!
Kirkjuferð frímúrara
Á sunnudaginn kemur sem er 1. sunnudagur í föstu er guðsþjónusta kl. 11:00. Þá mæta frímúrarar úr Hamri í Hafnarfirði til kirkju ásamt fjölskyldum sínum og taka jafnframt beinan þátt í athöfninni. Drengjakór Hamars syngur undir stjórn Sigurðar H. Stefánssonar og Helga Þórdís Guðmundsdóttir organisti leikur á orgelið. Lárus Sólberg Guðjónsson prédikar og sóknarprestur þjónar fyrir altari. Allir eru að sjálfsögðu velkomnir! Sunnudagaskólinn er svo á sínum stað, uppi í suðursal kirkjunnar, á sama tíma.
Fjölskylduhátíð á æskulýðsdaginn
Æskulýðsdagurinn er á sunnudaginn kemur, þann 2. mars. Þá verður fjölskylduhátíð í kirkjunni kl. 11:00 og mun lúðrasveitarhópur úr Víðistaðaskóla sjá um tónlistarflutning undir stjórn Vigdísar Klöru Aradóttur. Þá mun sunnudagaskólinn vera á sínum stað ásamt söng og gleði. Fundur með foreldrum fermingarbarna verður í safnaðarsalnum að guðsþjónustu lokinni. Verið velkomin!