Hátíðin „Vetrardagar í Víðistaðakirkju“ var fyrst haldin fyrir 10 árum síðan í október árið 2009. Í ár verður hátíðin haldin dagana 3. – 10. nóvember nk. og hefst með guðsþjónustu á allra heilagra messu og kirkjukaffi á eftir í safnaðarsal. Þá verður jafnframt opnuð myndlistarsýning eftir listakonuna Ragnheiði Líneyju Pálsdóttur. Þriðjudagskvöldið 5. nóvember verða tónleikar Flensborgarkórsins og Hrafnhildar Blomsterberg stjórnanda kl. 20:00. Boðið verður upp á spennandi fyrirlestur fimmtudaginn 7. nóvember kl. 20:00; þá mun Þorsteinn V. Einarsson koma í heimsókn og fræða feður og aðra áhugasama um „Leikreglur karlmennskunnar“. Föstudaginn 8. nóvember verður tónlistardagur barnanna og er þetta í tíunda skiptið sem hann er haldinn; að þessu sinni verður börnum í 1. – 4. bekk boðið á tónlistardagskrá á vegum tvíeykisins Dúó Stemma þar sem þemað er vibnáttan. Vetrardögum lýkur svo með fjölskylduhátíð og vöfflukaffi þann 10. nóvember.






