Hittu forsetann
Barnastarfið endaði með hjólreiðaferð barnanna og leiðtoganna Maríu og Bryndísar síðastliðinn miðvikudag til Bessastaða. Eftir að hafa skoðað kirkjuna þá settust krakkarnir á kirkjutröppurnar til að borða nestið sitt. Renndi þá ekki í hlað Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og tók börnin tali eins og hans var von og vísa. Fyrir þeim var það hápunktur vel heppnaðrar ferðar eins og vel má sjá á myndunum.
Nýr vefur Víðistaðakirkju
Víðistaðakirkja hefur nú opnað nýja vefsíðu. Er það von kirkjunnar að vefurinn muni nýtast sókninni sem best en hún leysir af hólmi eldri vef sem var kominn til ára sinna.