NSU-Vidistadasokn-1.640

Náttúruleg safnaðaruppbygging (NSU)

Síðastliðið haust tóku sóknarprestur og sóknarnefnd þá sameiginlegu ákvörðun að taka þátt í verkefninu „Náttúruleg safnaðaruppbygging (NSU)”. Þetta er alþjóðlegt verkefni sem hefur verið reynt í margs konar söfnuðum út um allan heim með góðum árangri á síðustu áratugum. Í stuttu máli: Gerður er 18 mánaða samningur við NSU um verkefnið, sem hefst á könnun meðal virks safnaðarfólks sem tekur á ýmsum þáttum safnaðarstarfsins sem flokkað er niður eftir þar til gerðu kerfi. Í framhaldi er síðan unnið við að bæta þann þátt sem lakast kemur út í könnuninni og að loknu tímabilinu er könnunin endurtekin.

Þann 5. nóvember hófst verkefnið hér í kirkjunni; skrifað var undir samning og könnunin framkvæmd. Eftir að leiðbeinendur NSU höfðu farið yfir niðurstöðurnar, sem reiknaðar eru út af móðurtölvu sem staðsett er í Ástralíu, þá komu þeir á fund sóknarnefndar 11. nóvember og fóru yfir niðurstöðurnar sem sjá má á súluritinu hér fyrir neðan:

NSU-Vidistadasokn-1.640 Í fljótu bragði getur reynst erfitt að lesa úr niðurstöðunum og átta sig nákvæmlega á innihaldi hvers þáttar fyrir sig, en um heildarniðurstöðurnar segir í umsögn leiðbeinanda: „Þið komið býsna vel út í fyrstu könnun. Ekkert gæðamark er sérlega lágt, flest í kringum 50 sem er meðaltalsviðmið og meðaltal uppá 56,4 er vel yfir norska viðmiðinu. Það eina sem kannski kemur á óvart er hve súlan yfir þjónustu byggða á náðargjöfum skagar hátt uppúr. Gaman er einnig að sjá hve vel kærleiksrík samskipti koma vel út.”

Fimmtudaginn 26. nóvember nk. verður svo haldinn almennur fundur safnaðarfólks þar sem kynntar verða niðurstöður könnunarinnar, málin rædd og leitað leiða til að bæta þann þátt sem kom lakast út í könnuninni. Fundurinn hefst kl. 19:00 og verður auglýstur þegar nær dregur. Safnaðarfólk er velkomið á fundinn og er hvatt til að mæta.

Messa og sunnudagaskóli

Á sunnudaginn, 15. nóvember, verður messa kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur og sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna.

Sunnudagaskólinn verður á sama tíma uppi í suðursal kirkjunnar. Þar er boðið upp á fjölbreytta dagskrá, fjörug lög, falleg orð og NebbaNú! María og Bryndís leiða stundina.

Kaffi, djús og kex að guðsþjónustum loknum.

28l

Helgihald á allra heilagra messu

28l

Á allra heilagra messu, sunnudaginn 1. nóvember, verður látinna minnst í guðsþjónusta kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur og Dagný Björk Guðmundsdóttir syngur einsöng. Sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna kirkjunnar.

Sunnudagaskólinn verður á sama tímu uppi í suðursal kirkjunnar. Þar verður boðið upp á fjölbreytt dagskrá fyrir börn á öllum aldri. María og Bryndís leiða stundina.

Boðið verður upp á kaffi, djús og kex í elhúsinu að guðsþjónustum loknum.