Sumarkirkjan
Guðsþjónusta í Garðakirkju á Álftanesi sunnudaginn 14. júní kl. 11:00. Um er að ræða samstarfsverkefni þjóðkirkjusafnaðanna í Hafnarfirði og Garðabæ og Fríkirkjunnar í Hafnarfirði. Eftir messu verður boðið upp á kirkjukaffi í hlöðunni á Króki. Verið velkomin!
Sjómannadagurinn 7. júní
Minningarstund kl. 10:45
við altari sjómannsins. Blómsveigur lagður að minnismerkinu.
Sjómannadagsmessa kl. 11:00
Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur og sóknarprestur sr. Bragi J. Ingibergsson þjónar fyrir altari.
Hátíðarhelgistund
Hátíðarhelgistund á hvítasunnudagskvöld kl. 20:00. Sr. Sigurður Kr. Sigurðsson þjónar fyrir altari og Helga Þórdís Guðmundsdóttir sér um tónlistarflutning. Verið velkomin!
Helgistund
Sunnudaginn 24. maí kl. 20:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar organista og sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna kirkjunnar. Verið velkomin!
Guðsþjónusta
Guðsþjónusta sunnudaginn 17. maí kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar organista og sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna kirkjunnar. Aðalsafnaðarfundur verður haldinn í safnaðarsal að guðsþjónustu lokinni. Á dagskrá verða hefðbundin alafundarstörf.
Guðsþjónusta
Kirkjuferð frímúrarastúkunnar Hamars í Hafnarfirði. Bjarni Atlason syngur einsöng og félagar úr Drengjakór Hamars leiðir almennan söng undir stjórn Helgu Þórdísar organista. Þorgeir Albert Elíesersson prédikar og sóknarprestur þjónar með aðstoð Hamarsbræðra. Verið velkomin!
Fjölskylduhátíð
Fjölskylduhátíð kl. 11:00 á æskulýðsdaginn 1. mars. Barnakórinn syngur undir stjórn Helgu Þórdísar organista og Birgitta Ólafsdóttir syngur einsöng. Töframaðurinn Einar Einstaki kemur í heimsókn. Margrét Lilja og Pétur leiða stundina. Kaffi, djús og snúðar í safnaðarsal á eftir. Verið velkomin!
Tónlistarguðsþjónusta
Í tónlistarguðsþjónustu á konudaginn nk. sunnudag, 23. febrúar mun Kvennakór Hafnarfjarðar syngja undir stjórn Ernu Guðmundsdóttur og sr. Sigurður Kr. Sigurðsson þjóna með aðstoð messuþjóna. Kaffisopi í safnaðarsal á eftir. Verið velkomin!