Aðalsafnaðarfundur verður haldinn í safnaðarheimilinu sunnudaginn 10. mars nk. að guðsþjónustu lokinni eða um kl. 12:00. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf.
Kvennakór Hafnarfjarðar mun syngja við guðsþjónustu á sunnudaginn kemur, 24. febrúar kl. 11:00 – og er það vel viðeigandi á konudaginn. Stjórnandi kórsins er Erna Guðmundsdóttir. Sjá nánar.
Á hádegistónleikum næsta föstudag 22. febrúar kl. 12:00 mun Hulda Björk Garðarsdóttir sópransöngkona flytja fjölbreytt úrval sönglaga frá Íslandi og hinum Norðurlöndunum. Meðleikari hennar er Árni Heiðar Karlsson organisti kirkjunnar. Aðgangseyrir á tónleikana er kr. 1.500,-. Boðið verður upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu eftir tónleika.
Hulda Björk Garðarsdóttir hefur tekið virkan þátt í tónlistarlífinu á íslandi í á annan áratug. Hún nam við Tónlistarskólann í Eyjarfirði, Söngskólann í Reykjavík, Hochschule der Künste í Berlín og lauk síðan námi sínu frá The Royal Academy of Music í London.
Hún hefur komið víða fram á tónleikum erlendis, verið gestasöngvari við óperuhús svo sem Norsku Óperuna í Osló, Malmö óperuna í Svíþjóð og Garsington í Englandi. Hún hefur haldið einsöngstónleika víða um landið, sungið ásamt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og komið fram ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands, nú síðast sem einsöngvari á árlegum Vínartónleikum þeirra nú í janúar.
Hulda Björk hefur sungið fjölda burðarhlutverka við Íslensku Óperuna. Á liðnu ári söng hún hlutverk Leonóru í Il Trovatore, einnig hlutverk Mimíar í La Bohéme og er nú tilnefnd til Íslensku Tónlistarverðlaunanna fyrir þau hlutverk.
Fjölskylduhátíð verður á sunnudaginn kemur þann 17. febrúar sem er 1. sunnudagur í föstu. Barna- og unglingakórinn syngur. Sjá nánar.
Messa og sunnudagskóli á sunnudaginn kemur, 10. febrúar, kl. 11:00. Sjá nánar hér.
Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11:00. Sjá nánar.
Í tónlistarguðsþjónustu á sunnudaginn kemur þann 27. jan. mun tónlistarmaðurinn Pétur Ben sjá um tónlistarflutninginn og sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir héraðsprestur þjóna fyrir altari. Sunnudagaskólinn verður uppi á sama tíma. Sjá nánar…
Fyrstu hádegistónleikar ársins verða föstudaginn 25. jan. kl. 12:00. Þá mun Tríó Árna Heiðars leika frumsamda tónlist eftir Árni Heiðar Karlsson organista kirkjunnar. Meðleikarar hans eru: Þorgrímur Jónsson kontrabassi og Scott McLemore trommur.
Aðgangseyrir á tónleikana er kr. 1000,- og ef fólk vill gæða sér á gómsætri súpu á eftir kostar það 500,- til viðbótar. Allur ágóði rennur í orgelsjóð kirkjunnar.
Á undanförnum misserum hafa Krílasálmanámskeiðin vakið mikla lukku á meðal foreldra með ungabörn. Næsta námskeið hefst fimmtudaginn 14. febrúar nk. Um er að ræða 6 vikna námskeið sem fer fram einu sinni í viku, á fimmtudögum kl. 10:30 – 11:30. Námskeiðsgjald er kr. 3.000,-. Umsjón með námskeiðinu hafa Inga Harðardóttir og Elísabet Þórðardóttir. Nánar um námskeiðið.
Hægt er að skrá sig í síma 565-2050 eða senda póst á srbragi@vidistadakirkja.is.
Kyrrlát og notaleg samverustund Biblíuleg íhugun fer fram á hverjum þriðjudegi kl. 18:00. Í Biblíulegri íhugun er notuð aðferð til að tengja saman bæn og lestur Biblíunnar – sem fela í sér innlifun í ákveðnar biblíufrásagnir. Bergþóra Baldursdóttir, María Guðmundsdóttir og Nína Dóra Pétursdóttir leiða stundirnar.