Sunnudagurinn næsti, 25. nóvember, er sá síðasti á þessu kirkjuári. Nýtt kirkjuár hefst svo í upphafi jólaföstunnar 1. sunnudag í aðventu. Á sunnudaginn kemur verður guðsþjónusta kl. 11:00 og sunnudagaskóli á sama tíma uppi í suðursalnum. Sjá nánar…
Gaflarakórinn syngur
Í guðsþjónustu á sunnudaginn kemur mun Gaflarakórinn, hinn einstaki kór Félags eldri borgara í Hafnarfirði, syngja undir stjórn Kristjönu Þórdísar Ásgeirsdóttur. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir héraðsprestur þjónar. Sunnudagaskólinn verður á sama tíma uppi í suðursal. Sjá nánar…
Fjölskylduhátíð
Fjölskylduhátíð verður á sunnudaginn kemur og er þá sunnudagaskólanum fléttað inn í form fjölskylduguðsþjónustunnar. Barna- og unglingakórinn syngur undir stjórn Áslaugar Bergsteinsdóttur. Sjá nánar hér.
Úrslit ljósmyndakeppninnar
Úrslit í ljósmyndasamkeppni Víðistaðakirkju voru kynnt í dag og verðlaun afhent. Fyrsta sætið hlaut ljósmynd eftir ungan og efnilegan ljósmyndara Daníel Örn Smárason. Mynd hans ber vott um gott hugmyndaflug og frumleika um leið og hún fangar viðfangsefnið vel – og rammar það skemmtilega inn:
Sigþrúður Jónasdóttir fékk önnur verðlaun fyrir mynd sem tekin er í trjágöngum á Víðistaðatúni og í þrðja sæti var Helena Björk Jónasdóttir með mynd af mannlífinu á túninu á 17. júní. Sjá allar myndirnar hér.
Biblíuleg íhugun
Þriðjudaginn 6. nóvember nk. hefjast í kirkjunni bæna- og íhugunarstundir sem verða í boði vikulega á þriðjudögum kl. 18:00. Um er að ræða Biblíulega íhugun þar sem notuð er aðferð til að tengja saman bæn og lestur Biblíunnar – sem fela í sér innlifun í ákveðnar biblíufrásagnir. Bergþóra Baldursdóttir, María Guðmundsdóttir og Nína Dóra Pétursdóttir leiða stundirnar.
Allra heilagra messa
Allra heilagra messa er á sunnudaginn kemur þann 4. nóvember. Þá kemur fólk saman til messu í kirkjunni og minnist látinna ástvina sinni. Messan hefst kl. 11:00. Sjá hér.
Gissur Páll á hádegistónleikum
Gissur Páll, tenórsöngvari, og Árni Heiðar Karlsson, organisti í Víðistaðakirkju, hafa verið á ferðinni um landið síðasta árið og munu nú spila á hádegistónleikum í Víðistaðakirkju föstudaginn 2. nóvember kl. 12:00 – 12:30. Á efnisskránni er úrval laga úr íslenska sönglagasafninu auk nokkurra ítalskra napólílaga og skandinavískra slagara. Tónleikarnir eru með óhefðbundnu sniði og óhætt að segja að allir muni hafa gaman af.
Aðgangseyrir að tónleikunum er kr. 1.000,- og ef fólk vill setjast niður í safnaðarheimilinu eftir tónleika og gæða sér á gómsætri súpu þá kostar það 500,- kr. til viðbótar. Allur ágóði rennur í orgelsjóð kirkjunnar.
Fyrirlestur um Samskiptaboðorðin
Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir skólahjúkrunarfræðingur heldur fræðslufyrirlestur um uppbyggileg samskipti fullorðinna og barna með Samskiptaboðorðin að leiðarljósi sem hún bjó til og gaf út fyrr á þessu ári. Fyrirlesturinn fer fram í safnaðarsalnum miðvikudaginn 31. október kl. 20:00.
Myndlistarsýning
Á sunnudaginn mun hafnfirski myndlistarmaðurinn Gunnlaugur Stefán Gíslason opna sýningu á nokkrum verkum sínum í safnaðarsal Víðistaðakirkju. Er sýningin liður í dagskrá Vetrardaga í Víðistaðakirkju. Opnunin fram í messukaffi að lokinni guðsþjónustu.
Þrestir syngja
Guðsþjónustan á sunndaginn kemur, þann 28. október, markar upphaf Vetrardaga í Víðistaðakirkju að þessu sinni. Í guðsþjónustunni mun Karlakórinn Þrestir syngja undir stjórn Jóns Kristins Cortes. Boðið verður upp á veitingar í safnaðarsal að guðþjónustu lokinni. Sjá hér!