Á sunnudaginn kemur þann 23. mars, sem er þriðji sunnudagur í föstu verður messa kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur, sr. Gunnar Jóhannesson héraðsprestur þjónar fyrir altari og einnig taka messuþjónar þátt að venju. Verið velkomin!
Ragnheiður Gröndal syngur á sunnudaginn
Ragnheiður Gröndal kemur í heimsókn í tónlistarguðsþjónustu á sunnudaginn kemur þann 16. mars kl. 11:00 – og flytur ljúfa og fallega tónlist eftir sjálfa sig og aðra. verið velkomin!
Kirkjuferð frímúrara
Á sunnudaginn kemur sem er 1. sunnudagur í föstu er guðsþjónusta kl. 11:00. Þá mæta frímúrarar úr Hamri í Hafnarfirði til kirkju ásamt fjölskyldum sínum og taka jafnframt beinan þátt í athöfninni. Drengjakór Hamars syngur undir stjórn Sigurðar H. Stefánssonar og Helga Þórdís Guðmundsdóttir organisti leikur á orgelið. Lárus Sólberg Guðjónsson prédikar og sóknarprestur þjónar fyrir altari. Allir eru að sjálfsögðu velkomnir! Sunnudagaskólinn er svo á sínum stað, uppi í suðursal kirkjunnar, á sama tíma.
Fjölskylduhátíð á æskulýðsdaginn
Æskulýðsdagurinn er á sunnudaginn kemur, þann 2. mars. Þá verður fjölskylduhátíð í kirkjunni kl. 11:00 og mun lúðrasveitarhópur úr Víðistaðaskóla sjá um tónlistarflutning undir stjórn Vigdísar Klöru Aradóttur. Þá mun sunnudagaskólinn vera á sínum stað ásamt söng og gleði. Fundur með foreldrum fermingarbarna verður í safnaðarsalnum að guðsþjónustu lokinni. Verið velkomin!
Kvennakórinn syngur á konudaginn
Kvennakór Hafnarfjarðar mun koma í heimsókn á sunnudaginn þann 23. febrúar og syngja undir stjórn Ernu Guðmundsdóttur í tónlistarguðsþjónustu kl. 11:00 . Það er vel viðeigandi að fá þennan frábæra kór hafnfirskra kvenna til að syngja á sjálfan konudaginn. Sr. Gunnar Jóhannesson héraðsprestur mun þjóna fyrir altari og prédika. Verið velkomin!
Munið messuna á sunnudaginn!
Á sunnudaginn kemur, þann 16. febrúar, verður messa að venju kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur og sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Verið velkomin!
Messa 9. febrúar
Í messu á sunnudaginn kemur, þann 9. febrúar kl. 11:00, mun Kór Víðistaðasóknar syngja undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur. Sóknarprestur þjónar fyrir altari og prédikar.
6-9 ára / 10-12 ára (TTT)
Aldursskipt barnastarf er farið af stað á nýju ári og byrjar af krafti. Starfið fer fram á þriðjudögum, 6-9 ára kl. 15:00 og 10-12 ára kl. 16:00. Umsjón hefur Heiða Björk Björk Ingvarsdóttir. Sjá nánar: 6-9 ára / 10-12 ára (TTT).