Í fermingarmessu á skírdag kl. 10:30 verða 7 börn fermd. Sjá nöfn fermingarbarnanna hér.
Fermingarmessa
Fyrsta fermingarmessan verður á sunnudaginn kemur kl. 10:30. Hægt að sjá nöfn fermingarbarnanna með því að smella hér.
Kristjana Stefánsdóttir á hádegistónleikum
Á föstudaginn kemur verða hádegistónleikar kl. 12:00 í kirkjunni. Þá munu Kristjana Stefánsdóttir söngkona og Árni Heiðar Karlsson organisti kirkjunnar flytja bandarísk sönglög. Aðgangseyrir á tónleikana er kr. 1.500,-. Boðið verður upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu eftir tónleika.
Kristjana hefur verið leiðandi söngkona í íslenskri jazztónlist um árabil. Vorið 2000 lauk hún með láði námi í jazzsöng frá Konunglega Listaháskólanum í Haag í Hollandi. Fyrsta geislaplata hennar “Ég verð heima um jólin” kom út árið 1996 (endurútgefin 2006). Á þeirri plötu eru engir ómerkari gestasöngvarar en Páll Óskar Hjálmtýsson og Emilíana Torrini. Síðan þá hefur hún hljóðritað fjölda platna í eigin nafni. Hún syngur reglulega með Stórsveit Reykjavíkur og hefur unnið m.a. með stjórnendunum Daniel Nolgard og Ole Kock Hansen. Kristjana hefur nokkrum sinnum verið tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir plötur sínar. Hún hefur haldið tónleika víða, m.a. í Evrópu, Japan og Bandaríkjunum. Kristjana hefur í seinni tíð unnið meira með frumsamda tónlist og útsetningar auk þess að starfa við upptökustjórn á söng með vinsælustu söngvurum þjóðarinnar. Kristjana farið víða í listsköpun sinni og starfað sem tónlistarstjóri í leikhúsi, tónskáld og ljáð trúðnum Bellu líf í Borgarleikhúsinu í Reykjavík. Hún hefur haldið tónleika víða, m.a. í Japan, Bandaríkjunum og víða um Evrópu. Kristjana hlaut hin íslensku Grímuverðlaun fyrir Jésús litla, sýningu ársins og handrit ársins 2009, auk þess að vera tilnefnd fyrir tónlist sína í verkinu og sem söngvari ársins. Kristjana býr og starfar í Reykjavík.
Fjölskylduhátíð
Á sunnudaginn kemur verður fjölskylduhátíð í kirkjunni. Stúlknakórinn syngur undir stjórn Áslaugar Bergsteinsdóttur. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir héraðsprestur þjónar. Sjá nánar…
Kirkjuferð frímúrara
Á sunnudaginn kemur fjölmenna frímúrarar til kirkju ásamt fjölskyldum sínum. Það er árviss viðburður í starfi Frímúrarastúkunnar Hamars í Hafnarfirði að fara í skipulagða kirkjuferð saman og að þessu sinni munu bræður í Sindra í Keflavík einnig koma hingað til messu í Víðistaðakirkju. Bræður í Hamri munu taka þátt í guðsþjónustunni, Karl Kristensen kirkjuvörður prédikar og Gissur Páll Gissurarson tenór syngur. Allir eru að sjálfsögðu velkomnir! Sjá nánar hér.
25 ára vígsluafmæli
Þann 28. febrúar nk. verða liðin 25 ár frá vígslu Víðistaðakirkju. Í tilefni þess verða hátíðarhöld á sunnudaginn kemur þann 3. mars sem hefjast á guðsþjónustu kl. 14:00.
Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir heimsækir söfnuðinn og prédikar við guðsþjónustuna. Altarisþjónustu annast sr. Sigurður H. Guðmundsson fyrrverandi sóknarprestur og Sr. Bragi J. Ingibergsson sóknarprestur.
Við guðsþjónustuna munu kórar kirkjunnar syngja ásamt Sigurði Skagfjörð einsöngvara og Guðrún Birgisdóttir leika á þverflautu. Að guðsþjónustu lokinni býður sóknarnefnd til veitinga í safnaðarheimili kirkjunnar. Sjá nánar.
Aðalsafnaðarfundur
Aðalsafnaðarfundur verður haldinn í safnaðarheimilinu sunnudaginn 10. mars nk. að guðsþjónustu lokinni eða um kl. 12:00. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf.
Kvennakór Hafnarfjarðar á konudaginn
Kvennakór Hafnarfjarðar mun syngja við guðsþjónustu á sunnudaginn kemur, 24. febrúar kl. 11:00 – og er það vel viðeigandi á konudaginn. Stjórnandi kórsins er Erna Guðmundsdóttir. Sjá nánar.
Hulda Björk á hádegistónleikum
Á hádegistónleikum næsta föstudag 22. febrúar kl. 12:00 mun Hulda Björk Garðarsdóttir sópransöngkona flytja fjölbreytt úrval sönglaga frá Íslandi og hinum Norðurlöndunum. Meðleikari hennar er Árni Heiðar Karlsson organisti kirkjunnar. Aðgangseyrir á tónleikana er kr. 1.500,-. Boðið verður upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu eftir tónleika.
Hulda Björk Garðarsdóttir hefur tekið virkan þátt í tónlistarlífinu á íslandi í á annan áratug. Hún nam við Tónlistarskólann í Eyjarfirði, Söngskólann í Reykjavík, Hochschule der Künste í Berlín og lauk síðan námi sínu frá The Royal Academy of Music í London.
Hún hefur komið víða fram á tónleikum erlendis, verið gestasöngvari við óperuhús svo sem Norsku Óperuna í Osló, Malmö óperuna í Svíþjóð og Garsington í Englandi. Hún hefur haldið einsöngstónleika víða um landið, sungið ásamt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og komið fram ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands, nú síðast sem einsöngvari á árlegum Vínartónleikum þeirra nú í janúar.
Hulda Björk hefur sungið fjölda burðarhlutverka við Íslensku Óperuna. Á liðnu ári söng hún hlutverk Leonóru í Il Trovatore, einnig hlutverk Mimíar í La Bohéme og er nú tilnefnd til Íslensku Tónlistarverðlaunanna fyrir þau hlutverk.
Fjölskylduhátíð
Fjölskylduhátíð verður á sunnudaginn kemur þann 17. febrúar sem er 1. sunnudagur í föstu. Barna- og unglingakórinn syngur. Sjá nánar.