Kirkja fjallræðunnar

Víðistaðakirkja

Vakir æ við Víðistaðatún,

veitir jafnan athvarf, skjól og hlíf,

kirkjan fagra hátt við hraunsins brún,           

horfir yfir vegferð manns og líf.

Viðburðir

Sunnudagur 24. nóvember

Sunnudagaskóli kl. 11:00. Skemmtileg stund í umsjá Ísabellu og Helga. Guðsþjónusta kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars organista og sr. Bragi sóknarprestur

Lesa meira

Sunnudagur 17. nóvember

Tónlistarguðsþjónusta kl. 11:00. Gaflarakórinn syngur undir stjórn Kristjönu Þ. Ásgeirsdóttur og Sveinn Arnar organisti leikur undir. Sr. Sigurður Kr. Sigurðsson oþjónar fyrir altari og prédikar.

Lesa meira

Skagfirðingamessa

Skagfirðingamessa kl. 11:00. Kór Skagfirðinga syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organista, sr. Stefán Már Gunnlaugsson héraðsprestur þjónar fyrir altari og Valgerður Erlingsdóttir flytur hugleiðingu.

Lesa meira

Sunnudagaskóli

Sunnudagaskóli kl. 11:00 í umsjá Ísabellu og Helga. Skemmtileg stund fyrir börn á öllum aldri, fer fram uppi í suðursal. Verið velkomin!

Lesa meira

Jólakortasmiðja

Jólakortasmiðja laugardaginn 9. nóv. kl. 11:00. Smiðja fyrir alla fjölskylduna til að vinna saman að gerð fallegra jólakorta úr efni sem fellur til í kirkjunni.

Lesa meira

Kótilettukvöld

Kótilettukvöld í safnaðarheimilinu föstudaginn 8. nóv. kl. 19:00. Verð kr. 5.000,- Pantanir sendist á netfangið kirkjuvordur@vidistadakirkja.is Takmarkaður sætafjöldi í boði.

Lesa meira

Fréttir

Messufall í október

Vegna hertra sóttvarnaaðgerða stjórnvalda fellur niður allt opið helgihald á sunnudögum og öðrum helgidögum í október að tilmælum biskups Íslands.

Lesa meira »

Foreldramorgnar

Fimmtudaginn 1. október hefjast foreldramorgnar í safnaðarheimili kirkjunnar í umsjá Margrétar Lilju kirkjuvarðar. Verða stundirnar svo á milli kl. 10:00 og 12:00 hvern fimmtudag. Upplagt tækifæri fyrir heimavinnandi foreldra með lítil börn til að hittast og eiga skemmtilega og notalega samverustund. Verið velkomin!

Lesa meira »

Fermingar

Fermingarathafnir sem vera áttu í mars og spríl sl. en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins, verða næstu 2 sunnudaga 30. ágúst og 6. september – 2 athafnir hvorn dag kl. 10:00 og 11:30. Vegna fjöldatakmarkana verða þær einungis opnar fjölskyldum fermingarbarnanna.

Lesa meira »

Viðburðir

Bragi Ingibergsson

Sunnudagur 24. nóvember

Sunnudagaskóli kl. 11:00. Skemmtileg stund í umsjá Ísabellu og Helga. Guðsþjónusta kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars organista og sr. Bragi sóknarprestur

Lesa meira
Bragi Ingibergsson

Sunnudagur 17. nóvember

Tónlistarguðsþjónusta kl. 11:00. Gaflarakórinn syngur undir stjórn Kristjönu Þ. Ásgeirsdóttur og Sveinn Arnar organisti leikur undir. Sr. Sigurður Kr. Sigurðsson oþjónar fyrir altari og prédikar.

Lesa meira
Bragi Ingibergsson

Skagfirðingamessa

Skagfirðingamessa kl. 11:00. Kór Skagfirðinga syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organista, sr. Stefán Már Gunnlaugsson héraðsprestur þjónar fyrir altari og Valgerður Erlingsdóttir flytur hugleiðingu.

Lesa meira
Bragi Ingibergsson

Sunnudagaskóli

Sunnudagaskóli kl. 11:00 í umsjá Ísabellu og Helga. Skemmtileg stund fyrir börn á öllum aldri, fer fram uppi í suðursal. Verið velkomin!

Lesa meira
Bragi Ingibergsson

Jólakortasmiðja

Jólakortasmiðja laugardaginn 9. nóv. kl. 11:00. Smiðja fyrir alla fjölskylduna til að vinna saman að gerð fallegra jólakorta úr efni sem fellur til í kirkjunni.

Lesa meira
Bragi Ingibergsson

Kótilettukvöld

Kótilettukvöld í safnaðarheimilinu föstudaginn 8. nóv. kl. 19:00. Verð kr. 5.000,- Pantanir sendist á netfangið kirkjuvordur@vidistadakirkja.is Takmarkaður sætafjöldi í boði.

Lesa meira

Fréttir

Starfsmannabreytingar

Nýverið lét Karl Kristensen af störfum fyrir aldurs sakir sem kirkjuvörður í Víðistaðakirkju og við tók Margrét Lilja Vilmundardóttir. Margrét Lilja segist full tilhlökkunar til að takast á við nýja starfið en hún er ný flutt með fjölskyldu sína til Hafnarfjarðar eftir sex ára búsetu á Súðavík. Margrét Lilja á að baki fjölþætta starfsreynslu, m.a. í kirkju- og félagsstarfi sem hún telur að muni nýtast vel í kirkjuvarðarstarfinu. Hún hefur lokið diplóma námi í nútímadansi frá Listadansskóla Íslands, BA prófi frá íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands og BA prófi í guðfræði frá sama skóla. Samhliða starfi sínu í Víðistaðakirkju leggur Margrét Lilja stund á magister nám í guðfræði. Á síðasta aðalsafnaðarfundi Víðistaðasóknar gaf Gunnar Hólmsteinsson ekki kost á sér til áframhaldandi setu í sóknarnefnd, en þar hefur hann starfað frá stofnun sóknarinnar, eða í 42 ár. Gunnar hefur verið gjaldkeri sóknarinnar allan þennan tíma – sem sennilega er einsdæmi í sögu kirkjusókna á höfuðborgarsvæðinu. Nýr gjaldkeri sóknarinnar er Ragnar Z. Guðjónsson. Sóknarnefnd Víðistaðakirkju bíður þau Margréti Lilju og Ragnar hjartanlega velkomin til starfa.

Lesa meira »

Hittu forsetann

Barnastarfið endaði með hjólreiðaferð barnanna og leiðtoganna Maríu og Bryndísar síðastliðinn miðvikudag til Bessastaða. Eftir að hafa skoðað kirkjuna þá settust krakkarnir á kirkjutröppurnar til að borða nestið sitt. Renndi þá ekki í hlað Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og tók börnin tali eins og hans var von og vísa. Fyrir þeim var það hápunktur vel heppnaðrar ferðar eins og vel má sjá á myndunum.

Lesa meira »

Nýr vefur Víðistaðakirkju

Víðistaðakirkja hefur nú opnað nýja vefsíðu. Er það von kirkjunnar að vefurinn muni nýtast sókninni sem best en hún leysir af hólmi eldri vef sem var kominn til ára sinna.

Lesa meira »

Föst dagskrá í kirkjunni

Altari