Bleik messa kl. 17:00 sunnudaginn 15. október. Lóa Björk Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu flytur hugleiðingu og sóknarprestur þjónar. Kór Víðstaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars organista.
Verið velkomin!

Bleik messa kl. 17:00 sunnudaginn 15. október. Lóa Björk Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu flytur hugleiðingu og sóknarprestur þjónar. Kór Víðstaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars organista.
Verið velkomin!
Sunnudagaskóli kl. 10:00 sunnudaginn 15. október. Fræðandi og fjörug stund fyrir börn á öllum aldri í umsjá Ísabellu og Helga.
Verið velkomin!
Sunnudagaskóli kl. 10:00. Skemmtileg og fræðandi stund fyrir börn á öllum aldri í umsjá Helga Hjálmtýssonar.
Orgelmessa kl. 11:00. Pétur Nói Stefánsson leikur ýmis orgelverk og sóknarprestur þjónar.
Kaffihressing í safnaðarsal eftir messu.
Verið velkomin!
Kyrrðar- og fyrirbænastundir verða á miðvikudögum kl. 12:10 í október og nóvember – og verður fyrsta stundin miðvikudaginn 4. október. þetta eru notalegar og nærandi stundir með ljúfri tónlist, lofgjörð og fyrirbænum. Boðið er upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu að kyrrðarstund lokinni. Hægt er að koma fyrirbænarefnum til sóknarprests srbragi@vidistadakirkja.is eða skrá þau hér.
Kyrrðarbænastundir í Víðistaðakirkju hefjast að nýju fimmtudaginn 5. október kl. 17:30.
Í vetur verður boðið upp á fræðslu, tónlist, djúpslökun, málsverði og margt fleira uppbyggjandi, kyrrlátt og gott auk bænar og íhugunar.
Verið öll hjartanlega velkomin á þessar yndislegu stundir sem eru samstarfsverkefni Hafnarfjarðarkirkju og Víðistaðakirkju. Umsjón með stundunum hafa Bergþóra Baldursdóttir og Bylgja Dís Gunnarsdóttir. Nánari upplýsingar: bylgja@hafnarfjardarkirkja.is
Sunnudagaskóli kl. 10:00. Skemmtileg stund fyrir börn á öllum aldri.
Messa kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organista og sr. Stefán Már Gunnlaugsson héraðsprestur þjónar með aðstoð messuþjóna.
Kaffihressing í safnaðarsal að messu lokinni.
Verið velkomin!
Hér fyrir neðan má sjá kynningu á helstu þáttum safnaðarstarfsins og yfirlit yfir helgihaldið á haustmisseri.
Tónlistarguðsþjónusta sunnudaginn 17. sept. kl. 11:00. Sóknarbandið sér um tónlistarflutning og sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna kirkjunar.
Samvera með fermingarbörnum og foreldrum þeirra í safnaðarsalnum að guðsþjónustu lokinni.
Verið velkomin!
Ísabella Leifsdóttir hefur verið ráðin til að sjá um æskulýðsstarf kirkjunnar. Ísabella er menntuð söngkona og hef einnig reynslu af störfum innan kirkjunnar, m.a. umsjón sunnudagaskóla og kórastarfi. Hún kemur til með að sjá um sunnudagaskólann og annað barnastarf og verður m.a. ásamt Sveini Arnari kórstjóra með barnakóra kirkjunnar. Er hún boðin velkomin til starfa.
Sunnudagaskóli í kirkjunni sunnudaginn 17. sept. kl. 10:00. Fjölbreytt, fjörug og fræðandi stund fyrir börn á öllum aldri – í umsjá Ísabellu Leifsdóttur.
Verið velkomin!