Ný prédikun

Ný Prédikun hefur verið sett inn í yfirsíðuna Prédikanir – flutt 2. sunnudag eftir þrettánda, þann 19. janúar 2014: „Mikið afskaplega var þetta skemmtilegt“. Við gengum úr kirkjugarðinum eftir jarðarför áleiðis að kirkjunni, ég í hlutverki prestsins og fáeinir aðstandendur þegar einn segir við mig „Mikið afskaplega var þetta skemmtileg jarðarför!“ Svo eftir andartaksþögn var eins og hann fengi bakþanka……. Sjá meira.

Guðsþjónustan 12. jan. í Vídalínskirkju

Á sunnudaginn kemur, þann 12. janúar, fer guðsþjónusta safnaðarins fram í Vídalínskirkju í Garðabæ – og hefst kl. 14:00. Um er að ræða sameiginlega guðsþjónustu safnaðanna í Víðistaðasókn, Garðasókn og Bessastaðasókn – og er aðallega hugsuð fyrir eldri borgara a svæðinu en er þó að sjálfsögðu opin öllum. Sóknarprestur Víðistaðasóknar þjónar fyrir altari og predikar og Gaflarakórinn, kór Félags eldri borgara í Hafnarfirði, syngur undir stjórn Kristjönu Þórdísar Ásgeirsdóttur. Organleikari er Helga Þórdís Guðmundsdóttir organisti hér í Víðistaðakirkju. Veitingar og skemmtidagskrá verður á eftir í safnaðarheimili Vídalínskirkju í boði Garðasóknar.

Aftansöngur á aðfangadag kl. 17:00

Eins og undanfarin tvö ár verður aftansöngurinn kl. 17:00 á aðfangadag. Við guðsþjónustuna mun kirkjukórinn syngja undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur organista, Sigurður Skagfjörð syngja einsöng og Vigdís Klara Aradóttir og Guido Bäumer leika á saxófóna. Sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Hér er hægt að sjá allt helgihald í kirkjunni um jól og áramót.

Víðistaðakirkja heimsækir Hjallakirkju sunnudaginn 22. desember

Kl. 11.00 “Við syngjum inn jólin”

Kór Hjallakirkju og Kór Víðistaðakirkju í Hafnarfirði, sem verður sérstakur gestur, syngja ásamt öllum kirkjugestum.

Falleg stund til að njóta jólasöngvanna í eðlilegu umhverfi í sínu rétta formi.

Inn á milli tónlistarinnar eru ritningarlestrar og ljóðalestur undir stjórn séra Halldórs Reynissonar. Söngstjórar og organistar: Jón Ólafur Sigurðsson og Helga Þórdís Guðmundsdóttir.

Fjölskylduhátíð – heitt súkkulaði og smákökur

Fjölskylduhátíð verður 3. sunnudag í aðventu, þann 15. desember kl. 11:00. Barnakór kirkjunnar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur, sóknarprestur þjónar og umsjónarfólk sunnudagaskólans aðstoðar. Tekið verður á móti friðarloga skátanna. Að guðsþjónustu lokinni verður boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur í safnaðarheimilinu.