Helgistund á sumarkvöldi
Helgistund á sumarkvöldi sunnudaginn 5. júní kl. 20:00. Helga Þórdís organisti leikur ljúfa tónlist og leiðir söng, sóknarprestur þjónar. Verið velkomin!
Sunnudagurinn 29. maí:
Helgistund á sumarkvöldi kl. 20:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar organista og María Gunnarsdóttir guðfræðingur leiðir stundina. Verið velkomin!
Skráning í fermingarstarf 2016 – 2017
Skráning í fermingarstarf Víðistaðakirkju veturinn 2016 – 2017 og í fermingu vorið 2017 er hafin. Send hafa verið bréf til allra barna í árgangi 2003 og foreldra/forráðamanna með upplýsingum um starfið fásamt skráningarformi sem hægt er að senda með netpósti eða koma með í kirkjuna.
Þá hefur rafræn skráning verið opnuð á hliðarsíðunni Fermingarstarf. Einnig er hægt að smella á hnappinn hér að neðan til að komast beint í skráninguna:
Hvítasunnudagur 15. maí:
Hátíðarhelgistund verður í kirkjunni kl. 11:00. Egill Árni Pálsson syngur einsöng við undirleik Antoníu Hevesi. Sr. Hulda Hrönn M. Helgadóttir héraðsprestur þjónar ásamt messuþjónum kirkjunnar. Verið velkomin!
Dagur eldri borgara 5. maí:
Sameiginleg guðsþjónusta kl. 14:00 fyrir eldri borgara í Víðistaðasókn og Hafnarfjarðarsókn. Gaflarakórinn syngur undir stjórn Kristjönu Þórdísar Ásgeirsdóttur við undirleik Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur organista. Prestarnir í Hafnarfjarðarkirkju sr. Jón Helgi Þórarinsson og sr. Þórhildur Ólafs þjóna ásamt sóknarpresti og María Gunnarsdóttir, guðfræðingur og æskulýðsfulltrúi Víðistaðakirkju prédikar.
Hátíðarkaffi í safnaðarheimilinu eftir messu.
Boðið verður upp á rútuferð frá Hafnarfjarðarkirkju kl. 13:15, frá Sólvangi kl. 13:25, frá Hjallabraut 33 kl. 13:35 og frá Hrafnistu kl. 13:45.
Sunnudagur 24. apríl:
Sunnudagaskóli kl. 11:00
Fjölbreytt og skemmtileg stund fyrir börn á öllum aldri, í umsjá Maríu og Bryndísar. Hressing á eftir.
Sumardagurinn fyrsti, 21. apríl kl.
Skátaguðsþjónusta kl. 13:00
Skátar sjá um ræðuflutning, lestra og tónlist undir stjórn Kristjönu Þ. Ásgeirsdóttur. Sóknarprestur þjónar fyrir altari. Verið velkomin og gleðilegt sumar!