Á sunnudaginn kemur, þann 26. janúar, verður messa í kirkjunni kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur organista og sóknarprestur þjónar fyrir altari og prédikar. Verið velkomin!
Ný prédikun
Ný Prédikun hefur verið sett inn í yfirsíðuna Prédikanir – flutt 2. sunnudag eftir þrettánda, þann 19. janúar 2014: „Mikið afskaplega var þetta skemmtilegt“. Við gengum úr kirkjugarðinum eftir jarðarför áleiðis að kirkjunni, ég í hlutverki prestsins og fáeinir aðstandendur þegar einn segir við mig „Mikið afskaplega var þetta skemmtileg jarðarför!“ Svo eftir andartaksþögn var eins og hann fengi bakþanka……. Sjá meira.
Karlakórinn Stefnir syngur
Söfnuðurinn fær góða gesti í tónlistarguðsþjónustu á sunnudaginn kemur. Þá mun Karlakórinn Stefnir úr Mosfellsbæ koma í heimsókn og syngja undir stjórn Julian M. Hewlett. Guðsþjónustan hefst kl. 11:00 og mun sóknarprestur þjóna fyrir altari og prédika. Sunnudagaskólinn verður uppi í suðursal kirkjunnar á sama tíma. Verið velkomin!
Sunnudagaskólinn byrjar á nýju ári
Sunnudagaskólinn hefst aftur á sunnudaginn kemur eftir jólafrí – og verður að venju uppi í suðursal kirkjunnar kl. 11:00. Þar er boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir börn á öllum aldri. Verið velkomin!
Guðsþjónustan 12. jan. í Vídalínskirkju
Á sunnudaginn kemur, þann 12. janúar, fer guðsþjónusta safnaðarins fram í Vídalínskirkju í Garðabæ – og hefst kl. 14:00. Um er að ræða sameiginlega guðsþjónustu safnaðanna í Víðistaðasókn, Garðasókn og Bessastaðasókn – og er aðallega hugsuð fyrir eldri borgara a svæðinu en er þó að sjálfsögðu opin öllum. Sóknarprestur Víðistaðasóknar þjónar fyrir altari og predikar og Gaflarakórinn, kór Félags eldri borgara í Hafnarfirði, syngur undir stjórn Kristjönu Þórdísar Ásgeirsdóttur. Organleikari er Helga Þórdís Guðmundsdóttir organisti hér í Víðistaðakirkju. Veitingar og skemmtidagskrá verður á eftir í safnaðarheimili Vídalínskirkju í boði Garðasóknar.
Hátíðarguðsþjónusta á jóladag
Í hátíðarguðsþjónustu kl. 14:00 á jóladag mun kirkjukórinn undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur sjá um tónlistarflutning ásamt Elínu Ósk Óskarsdóttur söngkonu. Sóknarprestur þjónar við guðsjónustuna með aðstoð messuþjóna. Hér er hægt að sjá allt helgihald í kirkjunni um jól og áramót.
Miðnæturguðsþjónusta
Guðþsjónusta á jólanótt verður kl. 23:30. Flensborgarkórinn syngur undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg og sr. Gunnar Jóhannesson héraðsprestur þjónar. Hér er hægt að sjá allt helgihald í kirkjunni um jól og áramót.
Aftansöngur á aðfangadag kl. 17:00
Eins og undanfarin tvö ár verður aftansöngurinn kl. 17:00 á aðfangadag. Við guðsþjónustuna mun kirkjukórinn syngja undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur organista, Sigurður Skagfjörð syngja einsöng og Vigdís Klara Aradóttir og Guido Bäumer leika á saxófóna. Sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Hér er hægt að sjá allt helgihald í kirkjunni um jól og áramót.
Víðistaðakirkja heimsækir Hjallakirkju sunnudaginn 22. desember
Kl. 11.00 “Við syngjum inn jólin”
Kór Hjallakirkju og Kór Víðistaðakirkju í Hafnarfirði, sem verður sérstakur gestur, syngja ásamt öllum kirkjugestum.
Falleg stund til að njóta jólasöngvanna í eðlilegu umhverfi í sínu rétta formi.
Inn á milli tónlistarinnar eru ritningarlestrar og ljóðalestur undir stjórn séra Halldórs Reynissonar. Söngstjórar og organistar: Jón Ólafur Sigurðsson og Helga Þórdís Guðmundsdóttir.
Fjölskylduhátíð – heitt súkkulaði og smákökur
Fjölskylduhátíð verður 3. sunnudag í aðventu, þann 15. desember kl. 11:00. Barnakór kirkjunnar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur, sóknarprestur þjónar og umsjónarfólk sunnudagaskólans aðstoðar. Tekið verður á móti friðarloga skátanna. Að guðsþjónustu lokinni verður boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur í safnaðarheimilinu.