Á Uppstigningardag, sem jafnframt er dagur eldri borgara, verður sameiginleg messa Víðistaðasóknar og Hafnarfjarðarsóknar í Hafnarfjarðarkirkju kl. 14:00. Sjá nánar hér.
Á Uppstigningardag, sem jafnframt er dagur eldri borgara, verður sameiginleg messa Víðistaðasóknar og Hafnarfjarðarsóknar í Hafnarfjarðarkirkju kl. 14:00. Sjá nánar hér.
Vorhátíð barna- og unglingastarfsins fer fram á sunnudaginn kemur og ehfst með blómamessu/fjölskylduhátíð í kirkjunni. Að henni lokinni verður grillað á kirkjutorginu og farið í leiki. Sjá nánar…
Nú eru hafnar skráningar fyrir fermingar vorið 2014. Send hafa verið út bréf til allra barna Víðistaðasóknar fæddum árið 2000 og sem skráð eru í Þjóðkirkjuna á Íslandi og/eða foreldrar þeirra. Tekið verður “formlega” á móti skráningum sunnudaginn 5. maí nk. eftir blómamessu sem hefst kl. 11:00 – en þó verður hægt að koma skráningum til skila hvenær sem er þar til fræðslan hefst með haustnámskeiði síðla sumars. Hægt er að nálgast skráningarformið hér.
Á föstudaginn kemur, 26. apríl, verða síðustu hádegistónleikarnir í röð vetrarins. Þá mun Halldór Víkingsson píanóleikari leika rómantísk verk eftir Johannes Brahms, Franz Schubert, Anatoly Konstantinovich Liadov og Sergei Rachmaninoff.
Tónleikarnir hefjast kl. 12:00 og er aðgangseyrir kr. 1.500,-. Boðið er upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu efti tónleikana.
Halldór Víkingsson er píanókennari við Tónlistarskóla Seltjarnarness. Halldór er fæddur 1957 í Stykkishólmi, sonur Víkings Jóhannssonar organista og skólastjóra tónlistarskólans, og fékk þar fyrstu tilsögn í hljóðfæraleik. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1977, þar sem hann stundaði einnig píanónám hjá Lofti S. Loftssyni og Einari Markússyni í Tónlistarskóla Árnessýslu.
Halldór var nemandi Halldórs Haraldssonar í píanóleik í Tónlistarskólanum í Reykjavík frá haustinu 1977, og útskrifaðist hann úr píanókennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík vorið 1982, en lagði einnig stund á þýsku, íslensku og almenn málvísindi við Háskóla Íslands. Hann sækir enn píanótíma til nafna síns. Hann hefur komið fram við ýmis tækifæri, bæði á píanó og túbu, sem var hans annað hljóðfæri í tónlistarskólanum. Hefur hann m.a. haldið píanóeinleikstónleika á kirkjulistahátíð Seltjarnarneskirkju, á norðurljósahátíðinni í Stykkishólmi, og á vetrardögum í Víðistaðakirkju.
Halldór hefur verið tíður gestur í Víðistaðakirkju sem upptökumaður, allt frá því kirkjan var tekin í notkun og ekki að fullu frágengin, enda segja gárungarnir að Óskar og Halldór séu elstu starfsmenn kirkjunnar.
Á sumardaginn fyrsta verður skátaguðsþjónusta í kirkjunni kl. 13:00. Skátar munu sjá um tónlistarflutning og taka þátt í þjónustunni með sóknarpresti sr. Braga J. Ingibergssyni. Sjá nánar
Á sunnudaginn kemur, þann 14. apríl kl. 11:00, verður útvarpað frá guðsþjónustunni í kirkjunni. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir héraðsprestur prédikar og Kór Víðistaðasóknar syngur með Jazztríói organistans Árna Heiðars Karlssonar. Sjá nánar…
Síðasta fermingarmessan að þessu sinni verður á sunnudaginn kemur kl. 10:30. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar. Fermd verða 8 börn.
Að venju þá verður messað árla að páskadagsmorgni eða kl. 08:00. Kór Víðistaðakirkju syngur undir stjórn Sólveigar Önnu Aradóttur. Boðið verður upp á veitingar í safnaðarsal kirkjunnar að messu lokinni, sem kirkjukórinn hefur veg og vanda að. Sjá nánar…
Guðsþjónusta verðu á föstudaginn langa kl. 11:00, þar sem sóknarprestur sr. Bragi J. Ingibergsson les píslarsögu Krists og Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar. Sjá nánar…