Sunnudagaskóli 2. október kl. 10:00 í umsjá Benna og Dísu. Skemmtileg og fjörug stund fyrir börn á öllum aldri. Verið velkomin!
Kyrrðarbænastundir
Í október hefjast kyrrðarbænastundir í kirkjunni og verða þær á miðvikudögum kl. 17:30. Um er að ræða samstarfsverkefni Víðistaðakirkju og Hafnarfjarðarkirkju. Umsjón hafa Bergþóra Baldursdóttir og Bylgja Dís Gunnarsdóttir.
Kyrrðarbæn er afar einföld iðkun sem fer fram í þögn og gengur út á að hvíla í nærveru Guðs og samþykkja verk heilags anda innra með okkur.
Þótt aðferðin sé einföld hefur hún umbreytandi áhrif á iðkandann með auknum andlegum þroska sem leiðir m.a. til aukinnar sjálfsþekkingar og dýpra sambands við Guð og menn.
Verið hjartanlega velkomin á kyrrðarbænastundir, samfélag um bæn og íhugun.
Guðsþjónusta
Guðsþjónusta sunnudaginn 25. sept. kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars organista og sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna. Tvö börn verða skírð í messunni. Kaffihressing í safnaðarheimilinu á eftir. Verið velkomin!
Sunnudagaskóli
Sunnudagaskóli kl. 11:00. Fjölbreytt og fjörug stund í umsjá Benna og Dísu. Verið velkomin!
Vinir í Víðistaðakirkju
„Vinir í Víðistaðakirkju” er yfirskrift barnastarfs fyrir krakka í 1. – 6. bekk.
Þar verður m.a. boðið upp á kórsöng, hljóðfæraleik, leiklist, föndur og leiki.
Skipt verður upp í hópa og unnið eftir því sem andinn blæs í brjóst í hverju sinni
Umsjón með starfinu hafa Benni Sig og Sveinn Arnar.
Rafræn skráning hér en einnig er hægt að senda póst á vidistadakirkja77@gmail.com
Guðsþjónusta
Guðsþjónusta kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars organista og sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna kirkjunnar. Kaffihressing í safnaðarheimilinu að guðsþjónustu lokinni. Verið velkomin!
Sunnudagaskóli
Sunnudagaskóli kl. 10:00 í umsjá Benna Sig og Dísu. Verið velkomin í skemmtilegar stundir fyrir börn á öllum aldri.
Tónlistarguðsþjónusta
Poppmessa sunnudaginn 11.sept. kl. 11:00. Sóknarbandið sér um tónlistarflutning og sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna kirkjunnar. Sérstakur gestur er Björgvin Franz Gíslason leikari. Samvera með fermingarbörnum og foreldrum að messu lokinni. Verið velkomin!
Sunnudagaskóli
Sunnudagaskóli kl. 10:00 sunnudaginn 11. september. Fjölbreytt, fræðandi og fjörug stund í umsjá Benna Sig og Þórdísar Ólafar. Hressing og föndur í safnaðarsalnum á eftir. Verið velkomin!
Kyrrðar- og samverustund
Í tilefni af alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga verður haldin kyrrðar- og samverustund í Víðistaðakirkju miðvikudaginn 7. september kl. 20:00. Sr. Bragi leiðir stundina, Hafdís Huld Þórólfsdóttir og Björgvin Franz Gíslason flytja hugleiðingar og Sveinn Arnar heldur utan um tónlistina. Verið velkomin!