Tónlistarguðsþjónusta sunnudaginn 13. sept. kl. 11:00. Guðrún Árný söngkona og píanóleikari sér um tónlistarflutning og sóknarprestur þjónar. Verið velkomin!
Fermingar
Fermingarathafnir sem vera áttu í mars og spríl sl. en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins, verða næstu 2 sunnudaga 30. ágúst og 6. september – 2 athafnir hvorn dag kl. 10:00 og 11:30. Vegna fjöldatakmarkana verða þær einungis opnar fjölskyldum fermingarbarnanna.
Sumarmessa
Guðsþjónusta í Garðakirkju sunnudaginn 16. ágúst kl. 11:00. Sr. Bragi J. Ingibergsson sóknarprestur Víðistaðakirkju þjónar fyrir altari og Guðmundur Sigurðsson organisti Hafnarfjarðarkirkju leikur á orgel. Verið velkomin!
Sumarkirkjan
Sumarmessa sunnudaginn 28. júní kl. 11:00 í Garðakirkju á Álftanesi. Sumarkirkjan er samstarfsverkefni kirknanna í Garðabæ og Hafnarfirði sem bjóða upp á sameiginlegt helgihald í Garðakirkju hvern sunnudag í sumar. Að lokinni guðsþjónustu er kirkjukaffi í hlöðunni á Króki. Verið velkomin!
Sumarkirkjan
Guðsþjónusta í Garðakirkju á Álftanesi sunnudaginn 14. júní kl. 11:00. Um er að ræða samstarfsverkefni þjóðkirkjusafnaðanna í Hafnarfirði og Garðabæ og Fríkirkjunnar í Hafnarfirði. Eftir messu verður boðið upp á kirkjukaffi í hlöðunni á Króki. Verið velkomin!
Sumarkirkjan
Sumarkirkjan er samstarfsverkefni kirkna í Hafnarfirði og Garðabæ: Víðistaðakirkju, Hafnarfjarðarkirkju, Ástjarnarkirkju, Fríkirkjunnar í Hafnarfirði, Vídalínskirkju og Bessastaðakirkju. Undir heiti Sumarkirkjunnar verður boðið upp á sameiginlegar guðsþjónustur í Garðakirkju á Álftanesi alla sunnudaga í júní, júlí og ágúst kl. 11:00 – og koma þær í stað helgihalds í fyrrnefndum kirkjum nema í sérstökum tilvikum. Eftir messur verður boðið upp á kaffisamveru í hlöðunni á Króki.
Síðasti séns
Blómasala Systrafélagsins hefur gengið mjög vel en henni lýkur á morgun 5. júní. Það er því síðasti séns að ná sér í falleg sumarblóm 🌼🌸🌺 Og nú í dag er einmitt veðrið til þess að mæta á planið við Víðistakirkju, kaupa blóm og fegra garðinn 🙂
Sjómannadagurinn 7. júní
Minningarstund kl. 10:45
við altari sjómannsins. Blómsveigur lagður að minnismerkinu.
Sjómannadagsmessa kl. 11:00
Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur og sóknarprestur sr. Bragi J. Ingibergsson þjónar fyrir altari.
Hátíðarhelgistund
Hátíðarhelgistund á hvítasunnudagskvöld kl. 20:00. Sr. Sigurður Kr. Sigurðsson þjónar fyrir altari og Helga Þórdís Guðmundsdóttir sér um tónlistarflutning. Verið velkomin!