Uppst.d.02

Uppstigningardagur

Guðsþjónusta á uppstigningardag 13. maí kl. 11:00 tileinkuð eldri borgurum. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar organista og sr. Jónína Ólafsdóttir nýr sóknarprestur Hafnarfjarðarkirkju og sr. Bragi sóknarprestur Víðistaðakirkju þjóna með aðstoð messuþjóna kirkjunnar. Verið velkomin!

Á grænni leið.1600

Plokkmessa

Helgistund sunnudaginn 9. maí kl. 11:00. Að henni lokinni höldum við út í góða veðrið og plokkum í kring um kirkjuna á Víðistaðatúni. eftir plokkið verður boðið upp á hressingu á kirkjutorginu. Tökum þátt í starfi „kirkju á grænni leið” og fegrum umhverfið. Verið velkomin!

Benni.02b

Nýr kirkjuvörður

Ný kirkjuvörður, Benedikt Sigurðsson, hefur hafið störf í Víðistaðakirkju. Benedikt mun jafnframt verða með í að leiða og byggja upp æskulýðsstarfið hjá okkur á komandi hausti. Benedikt er á 1.ári í guðfræði og mun stunda það nám samhliða starfi í Víðistaðakirkju. Benedikt hefur varið mest af sínum starfsferli fyrir vestan, í Bolungarvík og á Ísafirði en fluttist nýverið suður heiðar. Starfsferillinn spannar m.a. kennslu við Grunnskóla Ísafjarðar, íþróttaþjálfun, tónlistarflutning og starf sem forstöðumaður Félagsheimilis Bolungarvíkur – auk þess að eiga og reka gisti og veitingahús þar vestra. Benedikt hefur unnið mikið að tónlist með t.a.m Heru Björk, Bjartmari Guðlaugs, KK, Pálma Sigurhjartar, hljómsveitinni Albatross, Jógvani Hansen, Ara Ólafssyni og fl og fl. og gaf svo út hljómplötu árið 2020. Veturinn 2020-2021 vann Benedikt í Vídalínskirkju við afleysingar m.a. við fermingarfræðslu og sunnudagaskóla, samhliða störfum sem tónlistarmaður á bráðageðdeild Landspítala. Sóknarnefnd Víðistaðakirkju og samstarfsfólk býður Benedikt hjartanlega velkominn til starfa í Víðistaðakirkju.

j0436065

5 fermingarathafnir

Á skírdag þann 1. apríl sl. voru 13 börn fermd í 5 athöfnum hér í Víðistaðakirkju. Fyrsta athöfnin var kl. 10:00 og svo á klukkustundar fresti, sú síðasta kl. 14:00. Hluti þessara barna höfðu átt að fermast á pálamasunnudag, en þeim athöfnum var frestað þegar allt unglingastig Víðistaðaskóla var sett í sóttkví og þar með fermingarbörnin. Var þá bætt við fleiri athöfnum á skírdag. Sóknarprestur fermdi og Helga Þórdís organisti sá um tónlistina, spilaði á flygil og orgel og söng. Kirkjugestir, sem voru innan tilskilinna fjöldatakmarka, voru skráðir fyrirfram og raðað á númeraða bekki í samræmi við sóttvarnareglur. Var mikil ánægja meðal fermingarbarna og foreldra með fermingarathafnirnar þó þær væru með einfalaldara sniði en venjan er – og einnig að ekki þyrfti að fresta þeim um óákveðinn tíma.